Heimilisritið - 01.06.1948, Síða 9

Heimilisritið - 01.06.1948, Síða 9
Sölvi beið eklci boðanna. Sam- vizkubit hans Iivarf á auga- bragði. Smyglararnir áttu ekki betra skilið en að hann segði til þeirra. Og hann gekk rakleiðis heim til sýslumannsins og barði að dyrum. SÝSLUMAÐUR lauk sjálfur upp. Það kom kökkur í hálsinn á Sölva þegar hann stóð frammi fyrir þessum manni, og hann stamaði: „Það er dálítið sem mig lang- ar til að sýna yður, sýslumaður!“ „Hvað?“ anzaði sýslumaður- inn í byrstum rómi, svo að hjart- að fór að berjast ákaft í brjósti Sölva. En að lokum gat liann þó skýrt sýshimanninum frá bátn- um og kvartelinu. Sýslumaður- inn lét ekki standa á sér. Hann fékk tollþjóninn gamla í för með sér og svo flýttu þeir sér allt livað aftók niður í víkina. Sölvi fylgdi þeim eftir. Smyglararnir voru ennþá við bátinn. Sýslumaðurinn gekk rak- leiðis til þeirra og skipaði þeim að draga bátinn betur á land, svo að hann gæti rannsakað hann. Sölvi stóð álengdar. Honum var brugðið. Bátverjar sendu honum drepandi augnaráð, og það bætti heldur ekki úr skák að Fríða var allt í einu komin niður að bátnum. ITún horfði með fyrirlitningu á Sölva. Hún hélt auðsjáanlega að hann væri staðinn að því að hafa gert eitt- hvað illt af sér. Bátverjar byrjuðu að þræta og afsaka sig, en sýslumaðurinn dró formann þeirra að bátnum, benti á kvartelið og sagði með ógnandi rödd: „Þið getið sjálfir séð. Og hafið þið svo skilið? Ég tek ykkur fasta í kóngsins og laganna nafni“. Sýslumaðurinn var í essinu sínu. Þetta hafði verið góður fengur fvrir hann. Nú hafði hann fengið tækifæri til að sýna rögg af sér. Það var heldur ekki þörf á því, því að menn voru farnir að fara sínu fram eins og yfir- valdið væri ekki til. Að vísu hafði hann undrað sig yfir því að Sölvi skyldi finna hvöt lijá sér til að koma þessu upp, því að Sölvi var í raun og veru ekki mikið betri en bátverjar, en hann sannfærði sjálfan sig um að Sölvi hefði séð eftir prettum sín- um og vildi nú bæta fvrir þá af einlægum huga. Hann hikaði ekki við að taka á móti tilboði Sölva um að vera honum hjálplegur með að koma fengnum lieim til hans. Gamli tollþjónninn rak smyglarana á undan sér, sýslumaðurinn gekk á eftir og brosti ánægjulega í kampinn, og síðastur var Sölvi, HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.