Heimilisritið - 01.06.1948, Síða 10

Heimilisritið - 01.06.1948, Síða 10
sem burðaðist með kvartelið á herðunum. Skömmu eftir að þeir voru komnir í livarf frá víkinni kom annar bátur þangað og lagðist í skyndi upp að ströndinni. Jó- hann í Kotinu var formaður bátsins. I>eir tóku þegar að koma farminum í land og skýldu hon- um í heilisskúta undir berginu. Þetta gekk allt í einni svipan. Jóhann var í bezta skapi yfir því að bragð hans hafði heppn- ast svo vel. „JA, EG veit eklci almenni- iega, hvort það er rétt að mér að bjóða þér glas af víni á þessum stað“, sagði sýslumaðurinn um leið og hann dró tappann úr flöskunni. „Þú skilur, að enda þott við liöfum komið á vín- banni hérna, hef eg ekkert á móti því að fá mér hressingu einstaka sinnum, og nú vill svo vel til að mer var send flaska af víni um daginn. Skál!“ Sölvi var eins og í leiðslu. Hann þorði varla að dreypa á víninu, en eftir nokkur glös jókst honum hugur og hann fór að verða ræðinn. Öðru hverju skotraði hann augunum til kvartelsins sem stóð við hliðina á skrifborði sýslu- mannsins, en er sýslumaður sá það, hristi hann höfuðið. „Við verðum að hella þessu niður“, sagði hann. Innan skamms var flaskan tæmd í botn. Sýslumaðurinn sat dálitla stund eins og í þungum hugsun- um. Hann var að taka þýðingar- mikla ákvörðun með sjálfum sér. Svo var nefnilega mál með vexti að tollþjónninn var orðinn gam- all og þreyttur og var allsendis ófáanlegur til að halda starfi sínu áfram lengur, og sýslumaðurinn var í vandræðum með að fá mann í hans stað. Hann gat eng- um treyst af þeim er bjuggu í þorpinu. Og nú datt honum allt í einu í hug að Sölvi mundi vera vel til þess fallinn að taka við starfi gamla tollþjónsins. „Mér líkar í rauninni skrambi vel við þig, Sölvi“, sagði hann. „Eg held að þú sért ágætur inni við beinið“. Sölvi brosti og kinkaði kolli. „Heyrðu, hvernig litizt þér á að ganga í þjónustu hins opin- bera?“ „I þjónustu hins opinbera?“ át Sölvi kjánalega upp eftir sýslumanninum. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og varð strax óttasleginn. „Einmitt! Ég hef tekið eftir því að þú ert anzi nazkur að hafa upp á ýmsu, og slílcan mann vantar mig einmitt nú, þegar gamli tollþjónninn hættir störf- um“. 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.