Heimilisritið - 01.06.1948, Side 15

Heimilisritið - 01.06.1948, Side 15
Fjöldamorð í kvennabúrinu í NÓVEMBER árið 1939 unnu verkamenn að því með hotnsköfu að dýpka höfnina við Gullna Hornið í Bosphorus. TJm það' bil er verkinu lauk héldu þessir tyrknesku verkamenn í skjálfandi höndum á hræðilegum minjum, um gamalt, óupplýst leyndarmák Sautján leðursekkir með sökkujárni höfðu verið skafnir upp úr hafsbotninum, og í sér- hverjum þeirra var beinagrind af ungri stúlku, og hendur og fætur bundir með járnkeðju. Hverjar voru þær? Þær voru úr kvennabúri Ab- dul Hamids — „Abduls hins bölvaða“. Þetta var gamall, tyrkneskur siður. Fyrir fjörutíu árum höfðu þessar sautján, ungu og fögru konur verið lifandi, er þeim var kastað í Bosphorus. Fyrir fjöru- tíu árum . .. Hann var einn óhugnanlegasti og fjarstæðukenndasti maður síðari tíma, þessi maður, sem út- rýmdi heilli þjóð og drottnaði í þrjátíu og þrjú ár af ótrú- Abdvl Hamid TyrJcjasoldán, sem lét myrða 3.000.000 Armeníumanna. legri harðyðgi, blóðþorsta og grimmd; og endaði að lokum líf sitt í fangaklefa 1918, hataður og fyrirlitinn. Abdul Hamid, soldán Tyrkja- veldis, var ekki aðlaðandi mað- ur, hvorki andlega né líkamlega. Hann gat ekki talist konungleg- ur í útliti. Hár, fölur, horaður með innsett augu og arnarnef. Hann minnti einna lielzt á gaml- an, slepjulegan skógarpúka og fyllti jafnvel hirðgæðinga sína HEIMILISRITIÐ 13

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.