Heimilisritið - 01.06.1948, Side 24

Heimilisritið - 01.06.1948, Side 24
endurtók orð sín og læsti mjóan úlnlið hennar í greip sinni unz oddhvassar neglur hans gengu inn í huðina, en hún sýndi þess engin merki, að hún fyndi til. „Kiang einkaritari þinn er í framan eins og heilagi apakött- urinn“, sagði hún, og maður hennar tók enn fastar um úlnlið hennar og hvæsti: „Ég skal láta kyrkja hann!“ Og siðfágaði Kín- verjinn, sem leit út eins og Evr- ópumaður, dró granna, blóð- rauða silkisnúru upp úr vasa sín- um og sýndi henni. mJÚj gerðu það“, sagði hún kuldalega, og hann sleppti hönd hennar og brosti og sagði: „Farðu og þvoðu úlnliði þína, yndislega konan mín. Ég skal gefa þér armbönd úr smarögðum, ekta eins og dyggð þín, til að hylja fingraför mín!“ Þrem dögum seinna sá Carey hana aftur. Hún var að kaupa gömul, falleg glös í búð við Keis- aragötu, og þegar hún sá hann var eins og Ijós tendraðist í aug- um hennar, og hún sagði glöð: „Góð'an daginn, herra Carey!“ Og Carey starði hugfanginn á þessa glæsilegu konu. Hann tók upp vínglas , og í sama bili sa'gði hún: „Majór, hvað lengi þér vera hér?“ „Rúmar þrjár vikur“, svaraði hann hissa. „Rúmar þrjár vikur, það vera 22 tími blómanna“, sagði hún, og nú skildi hann. Hann roðnaði mjög, og krist- alsglasið rann úr hönd hans og brotnaði í þúsund mola. „Ó, ég braut giasið yðar“, stamaði hann. „N’ impovte — gerir ekkert“, svaraði hún. Engir að'rir viðskiptavinir voru í litlu búðinni, og hann spurði lágt: „Hvenær get ég fengið að sjá yður aftur?“ „Þér óska sjá mig aftur — eins og ég óska sjá yður?“ Hún átti erfitt með að ná af sér löngum, hvítum hanzkanum og svo lagði hún litla hönd sína í lófa hans. Háiin fann daufan kamelíuilm og greip þétt um hönd hennar og sagði lágt: „Já, aleina!“ „Ég ganga síðdegis í Ming- garðinum — á morgun ég ganga fyrir utan Prinsessuhofið. Þér vita hvar það vera, majór Carey?" „Nei, en ég skal finna það“, sagði hann. ÞAÐ VAR hin gullna stund fyrir sólsetur, og Carey beið úti fyrir hofinu, við múrinn, sem var gróinn ihnandi vafingsviði. „Majór Carey", hljómaði rödd, og hann sneri sér snöggt við og sá Lao Chu standa í hliði á múrnum. Hann flýtti sér til móts við hana en starði þung- HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.