Heimilisritið - 01.06.1948, Page 27

Heimilisritið - 01.06.1948, Page 27
An þess að líta þangað, mundi l.ao, að sígarettupakki Careys lá á borðinu hjá legubekknum, og án þess að depla augunum svaraði hún: ,,Já, egipskar sígar- ettur!“ „Hver reykir egipskar sígarett- ur hér í húsinuP Þú? Hve lengi liefur þú gert það?“ „Síðan Kiang sagði mér hve góðir þeir væru!“ „Kiang — einmitt? Svo Ki- ang reykir þá?“ „Já — við reykjum þá — bæð'i“, sagði hún lágt. „Á, — bæði?“ sagði hann, og hún tók með hægð vindling úr pakkanum og kveikti í honum og byrjaði að reykja, og það var eins og hún gældi við hann. „Kiang — jæja?“ sagði Chu. og hann steig eitt skref aftur á )>ak og liorfði rannsakandi um- hverfis sig í herbei'ginu. Hún lá róleg og reykti og reykurinn þyrlaðist frá blóðrauðum vörum hennar, sem brostu, en hjartað var lamað' af skelfingu. Chu brosti svo undarlega og hann starði stöðugt á legubekkinn. Hún var viss um, að liann liafði getið sér til hins sanna, en hún horfði á hann róleg og sakleysis- ]eg, og hann sagði: „Ég þarf að sinna öðru, svo ég ætla að lofa þér að njóta egipsku vindling- anna í næði!“ Og hann gekk brosandi út. „Hreyfðu þig ekki“, sagði Lao um leið og hann var farinn. „Hann veit það!“ Chu gekk beint til herbergis einkaritarans eftir að hafa læst dyrunum á herbergi konu sinnar. Herbergi Kiangs var tórnt, gler- hurðin út á svalirnar, sem lágu eftir endilangri húshliðinni, var opin. Ur herbergi Laos voru einnig dyr út á svalirnar. „Mér datt það í hug“, tautaði hann. „Jæja, Kiang vinur, ég skal hafa hendur í hári þínu. Hún reynir að láta þig sleppa niður stigann, en hurðin niðri er læst. Gott að ég gerði þá varúðarráðstöfun. Hann lokað'i svalahurðinni og skrifaði nokkur orð á miða, gekk aftur til herbergis konu sinnar, drap á dyr og ýtti bréfinu inn undir hurðina. Kona hans sá bréfið, tók það og las: „Þú hefur mann í herbergi þínu, ég vissi það, og þess vegna kom ég heim að óvörum. Það er einungis ein leið til fyrir elskhuga þinn. Láttu hann fara niður litla stigann. Komi hann ekki, kem ég til hans, og svo þegar ég hef drepið hann fyrir augum þér, skal ég píska þig; en sendi þú hann niðixr, skal ég ekki gera það. Ég bíð í fimm mínútur neðan við stig- ann!“ Hún las bréfið tvisvar, og ó- þolinmóðlegar hreyfingar Careys vöktu athygli hennar. „Hreyfðu HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.