Heimilisritið - 01.06.1948, Síða 31

Heimilisritið - 01.06.1948, Síða 31
spurnin á „undrahármeðalinu“, að arðurinn varð' 1.000.000 doll- ara á noltkrum árum. Milli 1880 og 1890 héldu syst- urnar stöðugt áfram að sýna hár sitt og græddu feiknin öll. I einkalífi sinu, þegar þær þurftu ekki að koma opinberlega fram, voru þær mjög einrænar og fá- skiptar. Árið 1893 byggðu þær sér for- kunnarfagurt hús, ekki langt frá þeim stað, þar sem bernskuheim- ili þeirra var. Húsið var í rococo- stíl, með stórum gluggum, svöl- um og yfirleitt öllum þeirra tíma þægindum, sem hægt var að fá fyrir peninga. Þrjatíu þúsund dollurum eyddu systurnar í það að koma upp grafkapellu fyrir fjölskyld- una í Glenwood-kirkjugarði. Svo var það skyndilega, að ský dró fyrir hina skæru ham- ingjusól systranpa. Naomi og Isabella höfðu einar gifzt og eignazt heimili út af fvr- ir sig. Naomi dó árið 1895, og var grafinn í kapellunni. Næsta áfallið var það, að maður ísa- bellu lézt, franskur aðalsborinn maður, Frederick Castlemaine. Castlemaine var allgóð skytta og sat iðulega úti á svölunum i Sutherland-herragarðinum og lék sér að því að skjóta fugla á flugi. Dag nokkurn varð honum það á að skjóta hjólspælana undan vagni bónda nokkurs, er fór þar fram hjá. Honum varð svo rnikið um þetta, að hann snéri byssunni að sjálfum sér og miðaði í hjartastað. Hann lézt á svipstundu. Við sjálfsmorð Castlemains kom sérlyndi systranna betur í ljós en áður. Isabella harðneitaði að afhenda mann sinn til gi'eftr- unar. Líkið var um kyrrt í húsinu í tíu daga, unz yfirvöldin fyrir- skipuðu, að það skyldi flutt burtu. Árum saman eftir þetta, eða allt til 1914, er ísabella lézt, hélt hún þeim upptekna hætti að fara gangandi að næturlagi um þvera borgina upp í kirkjugarð, til þess að geta setið við gröf manns síns unz birti. Yfirvöldin lentu sömuleiðis í deilum við þær systur, sem eftir lifðu, þegar Sarah lézt árið 19i9. Þau urðu að gangast í því að líkið yrði grafið. Jafnvel dauði lumda og ann- arra uppáhaldskvikinda olli systrunum miklum og sárum vonbrigðum. Lát lmndsins í hús- inu kostaði virðulega útför með blómum, silkiborðum og auð- vitað — líkkistu. Reikningurinn fyrir jarðarför liundsins varð fimm hundruð dollarar. Ymiskonar aukaútgjöld og óþarfi olli því, að allt það fé, sem HEIMIL'SRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.