Heimilisritið - 01.06.1948, Page 32

Heimilisritið - 01.06.1948, Page 32
systurnar fengu fyrir hármeðalið, rann út úr greipum þeirra furðu hratt. Victoria lézt árið 1914, og skildi lítinn auð eftir sig. Þegar Dora lézt, 1919, var hún nýlega búin að selja sinn hlut í fyrir- tækinu til þess að geta dregið fram lífið. Aðeins Mary og Grace voru lifandi árið 1938, þegar eldur eyddi á nokkrum stundarfjórð- ungum hinu glæsilega húsi þeirra , með öllu sein í því var. Mary lézt ári síðar, og Grace var sú eina sem eftir var af systrunum. Ekki svo mikið sem ein silfur- skeið var eftir af auðævum systr- anna, þegar Grace lézt, 19. jan- úar 1946. Það var heldur ekkert pláss fyrir hana í grafhvelfing- unni, sem hún hafði einu sinni lagt fé í að reisa. Hún var grafin í gömlum fjölskyldugrafreit, og ekki svo mikið sem kross settur á leiði hennar með nafni á. ENDIR Brandarinn Eftirfarandi sögu segja Bandaríkjamenn og halda að hún lýsi kímnigáfu Englendinga: Enskur ferðamaður í New York var að rabba við leigubílstjóra á leiðinni heim að hótelinu. Eitt sinn þegar bíllinn varð að stanza vegna umferðar- innar sneri bílstjórinn sér að farþeganum og sagði: „Getið þér leyst þessa þraut, lierra minn? Móðir mín átti barn. Það var ekki bróðir minn, og ekki var það heldur systir mín, hver var það?“ Englendingurinn hugsaði sig um góða stund, en gafst loks upp. „Það var ég“, sagði leigubílstjórinn hlæiandi. " „Ho, ho, ho, þessi var góð“, sagði Englendingurinn. „Ég verð að setja hana á minnið". Nokkrum vikum seinna, þegar hann var kominn aftur til Englands. sagði hann við kunningja sína: „Ég heyrði góða sögu í New York. Reynið að geta ykkur til um endinn. Móðirin eignaðist barn. Það var ekki systir mín og ekki heldur bróðir minn. Hver haldið þið að það hafi verið?" Vinirnir hristu höfuðið alveg ráðþrota. Loks sagði einn þeirra: „Það get ég ekki ímyndað mér, gamli minn. Hver var það?“ Sögumaður neri saman höndum, iðandi af kátínu: ,,Nú, það var snaggara- legur leigubílstjóri í New York“. 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.