Heimilisritið - 01.06.1948, Qupperneq 41

Heimilisritið - 01.06.1948, Qupperneq 41
henni næstum um megn og hún var gráti nær. „Helen, elskan mín. Þú matt ekki vera hrygg. Ég er feginn því, að' nú verður loks bundinn endi á þessa óvissu“. „En ef faðir þinn verður svo reiður, að hann skipar þér að velja milli mín og firmans?“ „Helen, horfðu á mig. Efastu um, hvort ég muni kjósa?“ KI.UKKAN tíu næsta morg- un var Helen kölluð inn til Hannaway gamla. Hann bauð lienni kurteislega að setjast, en hún afþakkaði. „Hvað er milli yðar og sonar míns?“ spurði hann. „Við elskum hvort annað“, svaraði hún hljómlausri röddu. „Gordon hefur lengi viljað segja yður það, en ég vildi það ekki að svo stöddu“. „Vill hann kvænast yður?“ Helen leit snöggt upp. „Já, auðvitað“.. „Vitið þér ekki, að ég ætla honum annað hlutskipti?“ Hún kinkaði kolli. „Vitið þér, að' ég hef vald til að framkvæma áform mín? Ég vil ekki — skiljið þér það — ég vil ekki, að liann eyðileggi fram- tíð sína, evðileggi vonir mínar fyrir eintóma duttlunga“. „Duttlunga?“ „Já, ég þekki unga fólkið. Hann gleymir fljótlega þessari vitleysu. Hann skal gleyma henni! Annars. . ..“ „Annars. ... ?“ „Annars rek ég hann burt strax í dag“. Æðarnar tútnuðu á enni hans og hann barði hnefanum í skrif- borðið. Helen færð'i sig nær. „Herra Hannawav, þér þurfið ekki að láta hann velja“. Hann horfði undrandi á hana. „Hvað eigið þér við, ungfrú Waugham?“ „Ég á við, að ég skuli ráða þessu til lykta. Ég geri enga kröfu til Gordons. En álítið ekki, að það sé vegna hótana yðar. Ég væri ekki hrædd við að' fara héðan með Gordon, við gætum séð fyrir okkur sjálf. En hann getur ekki lifað án þessarar verzlunar. Ilann hefur alizt upp í henni, hún hefur vaxið meðan hann var að þroskast. Ef liann færi, væri það eins og að saga sundur tré niður við rót — hann myndi taka það allt of nærri sér“. Það var eins og Hannaway smitaðist af rósemi hennar. „Er yður alvara, ungfrú Waugham?" „Já, og ég fer strax“. „Ef þér viljið — en ég skal hjálpa yður. Þér skuluð fá góð meðmæli. .. .“ HEIMILISRITIÐ 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.