Heimilisritið - 01.06.1948, Side 60

Heimilisritið - 01.06.1948, Side 60
íiokkuð, sem gæti orðið til að' greiða fyrir rannsókn málsins; nokkuð viðvíkjandi hinni myrtu konu, eða hugsanlegt tilefni til morðsins?“ Stephen Lane sagði: „Ég hef ekki heyrt neitt. Það eina sem ég get sagt er þetta: Um leið og ég sá Arlenu Mars- hall, í fyrsta sinn, fann ég með sjálfum mér, að hún var ímynd hins illa. Hún var illskan sjálf. Konan getur verið mannsins stoð og stytta, og verndarvætt- ur. En hún getur líka dregið hann niður í sorpið, gert hann að villidýri. Arlena Marshall var slík kona. Hún vakt.i hinar lægstu hvatir hjá mönnum. Hún var eins og Jesabel eða Oholiba. Og nú — nú hefur refsivöndur örlaganna slegið liana!“ Hereule Poirot tók til máls: „Ekki slegið, séra Lane. Hún hefur verið lcyrkt — af sterk- um karlmannshöndum“. Hendur prestsins nötruðu. Fingur hans vöfðust hvor um annan, í krampakenndu taki. ITann sagði með hásri rödd: „Þetta er hræðilegt. — Þurft- uð þér að leggja slíka áhrezlu á það?“ „Það er ekki nema sannleik- urinn“, sagði Poirot. „Getið þér gert yður nokkra hugmynd um, hvaða hendur það voru?“ Stephen Lane hristi höfuðið’. „Ég veit ekkert — ekki nokk- urn hlut“. Weston stóð upp. „Jæja Col- gate“, sagði hann, „við verðum að rejma að komast yfír í vík- ina“. „Má ég — má ég fara með ykkur?“ sagði Lane. Weston hafði reiðubúið „nei“ á vörunum, en Poirot varð fvrri til: „Já, sjálfsagt. Þér getið komið' með mér í bátnum“. IX. PATRICK Redfern reri með þá Hereule Poirot og Stephen Lane, yfir í Pixy Cove. Weston lögreglustjóri fór landleiðina. Hann hafði staldrað við á leið- inni, og kom þangað, í því að þeir náðu landi, á bátnum. Auk hinna fyrrnefndu, hitti hann þar fyrir Phillips lögieglufulltrúa. , „Ég held að ég sé nú búinn að rannsaka alla fjöruna". „Ágætt. Hafið þér fundið nokkuð?“ „Það er hérna allt saman, ef þér viljið gera svo vel að koma hérna og líta á það“. A flötum steini hafði marg- víslegum smáhlutum verið komið fyrir. Það voru, skæri, tómur sígarettupakki, fimm flöskuhettur, brunnar eldspýt- ur, þrír snærisspottar, rifrildi af dagblöðum, brot úr reykjar- 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.