Heimilisritið - 01.06.1948, Page 64

Heimilisritið - 01.06.1948, Page 64
HEITASKIPTING. Ferhymingi þessum ber að skipta í átta jafnstóra reiti, sem séu allir eins að lögun, og á hverjum reit sé einn hvítur depill og einn svartur. HVISS! Hvar sem saman eru komnir tveir eða fleiri menn, ]>á má grípa til þessa leiks, án nokkurs umstangs. Auk þess er hann góð æfing í hugareikningi. Einhver byrjar og segir: „einn“, næsti segir: „tveir“, þriðji , þrír“ o. s. frv., en sá sem á að segja sjö segir í stað þess: „hviss". l’annig er talið áfram, viðstöðulaust og hratt, en enginn má nefna sjö eða neina tölu, sem kemur fram þegar sjö eru marg- faldaðir með annarri, t. d. 14, 17, 21, 27, 28, 35, 37 o. s. frv. Sá sem svarar rangt er úr leik. JAFNVÆGISÞRAUT. Sá. er ætlar að leysa þrautina. leggst aft- ur á bak á þrjá stóla, þannig að hnakki lians nær á annan endastólinn. en hælarnir á hiim. Þriðji stóllinn er undir manninum miðjum. Nú er vandinn sá að taka þaun stól burtu — t. d. með vinstri hendi vinstra megin •—, lyfta honum yfir sig, taka hann með hægri hendi og stinga honum undir bak sitt hægra megin. Meðan á þessu stend- ur, hvílir maðurinn auðvitað aðeins á lmakka og hælum. HÓFFJAtíR I ItNÁlt. Kaupmaður nokkur lét járnsmið járna fyrir sig hest. Skipaði hann honum að gera það vel og kvaðst skyldi borga það sem upp yrði sett. Smiðurinn setli upp 1 eyri fyrir fyrstu hóffjöðrina. 2 aura f.vrir þá næstu og svo alltaf tvöfalt fyrir hverja hóffjöður,' en þær voru alls 24. Kaupmað- uriun hló að því, hversu lítið þetta væri, en liann hælti brátt að hlæja, þegar hann fór að reikna upphæðina. Hversu mikið þurfti hann að borga? AFLRAUN. Iæggðu eldspýtu ofan á nögl vísifingurs og baugfingurs. en löngutöng ofan á lmna. Reyndu svo að brjóta eldspýtuna með löngutöng. Það er í flestum tilfellum ekki hægt, sízt ef handleggnum er haldið í axl- arhæð. Svör á bh. 6!/. 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.