Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 55
Poirot svaraði, eftir nokkra umhugsun: „Ef til vill". „Hvernig er þetta eiginlega með yður, Poirot; lumið þér á einhverju, eða hvað?" „Þó svo sé, er ekki víst að ég geti sannað neitt". Weston sagði: „Mér finnst réttast að Scot- Jand Yard taki málið að sér. Við fáum þeim öll okkar gögn í hendur, og þeir geta sett sig í samband við' lögregluna í Sur- rey. Eg fæ ekki séð að við get- um komist lengra. — Hvað haldið þér, Poirot? — Hvernig ' lítið þér á málið?" Poirot var þungt hugsandi og viðutan. Loks sagði hann: „Eg skal segja yður, hvað ég gæti hugsað mér". k „Já, nú jæja?" „Ég gæti hugsað mér að fara í skemmtiferð". Weston glápti á hann. XIII. KAPITULI I. „SÖGÐUÐ þér skemmtiferð, Poirot?" Emily Brewster starði á hann eins og hún áliti hann ekki vera með öllum mjalla. „Yður finnst það náttúrlega furðulegt uppátæki. En ég held að við hefðum gott af að lyfta m okkur svolítið upp. Mig langar til að' skoða mig um í Dartmoor- héraðinu, og nú er veðrið svo ágætt. Verið þér mér nú hjálp- legar, reynið þér að fá hin með — öll saman". Uppástungunni var allvel tek- ið af hinum gestunum, þó nokk- urrar tregðu gætti fyrst í stað. Þeir gengu inn á að það væri kannske ekki svo afleit hug- mynd. Marshall var ekki gert aðvart. Hann hafði sagt, að hann færi til Plymouth þá um daginn. Horace Blatt leit björtum aug- um á fyrirtækið. Auk hans, voru þau ákveðin að taka þátt í ferð- inni: Emily Brewster, Redferns- hjónin, Stephen Lane, Garden- ers-hjónin, Rosamund Darnley og Linda. En Barry majór sagði þvert nei. Hann kvaðst vera al- gjörlega andvígur þessháttar flandri. „Maður verður að burð- ast með matarkörfur, og yfirleitt er ekkert nema óþægindi að þessu. Nei, ég kann bezt við að snæða í borðstofunni". Klukkan tíu safnaðist hópur- inn saman. Leigðar höfðu verið þrjár bifreiðar. Horace Blatt lék við hvern sinn fingur. „Gerið svo vel, bílarnir til Dartmoor, beitilyng og bláber, Devonshire- krem og glæpamenn, margt að skoða: forkunnarfagurt landslag fyrirliggjandi; notið tækifærið!" HEIMILISRITIÐ 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.