Heimilisritið - 01.09.1948, Side 55

Heimilisritið - 01.09.1948, Side 55
Poirot svaraði, eftir nokkra umhugsun: „Ef til viU“. „Hvernig er þetta eiginlega með yður, Poirot; lumið þér á einhverju, eða hvað?“ „Þó svo sé, er ekki víst að ég geti sannað neitt“. Weston sagði: „Mér finnst réttast að Scot- land Yard taki málið að sér. Við fáum þeim öll okkar gögn í hendur, og þeir geta sett sig í samband við' lögregluna í Sur- rey. Eg fæ ekki séð að við get- um komist lengra. —' Hvað haldið þér, Poirot? — Hvernig lítið þér á málið?“ Poirot var þungt hugsandi og viðutan. Loks sagði hann: „Ég skal segja yður, hvað ég gæti hugsað mér“. „Já, nú jæja?“ „Ég gæti hugsað mér að fara í skemmtiferð“. Weston glápti á hann. XIII. KAPÍTULI I. „SÖGÐUÐ þér skemmtiferð, Poirot?“ Emily Brewster starði á hann eins og hún áliti hann ekki vera með öllum mjalla. „Yður finnst það náttúrlega furðulegt uppátæki. En ég held að við hefðum gott af að lyfta m okkur svolítið upp. Mig langar til að' skoða mig um í Dartmoor- héraðinu, og nú er veðrið svo ágætt. Verið þér mér nú hjálp- legar, reynið þér að fá hin með — öll saman“. Uppástungunni var allvel tek- ið af hinum gestunum, þó nokk- urrar tregðu gætti fyrst í stað. Þeir gengu inn á að það væri kannske ekki svo afleit hug- mynd. Marshall var ekki gert aðvart. Hann hafði sagt, að hann færi til Plymouth þá um daginn. Horace Blatt leit björtum aug- um á íyrirtækið. Auk hans, voru þau ákveðin að taka þátt í ferð- inni: Emily Brewster, Redferns- hjónin, Stephen Lane, Garden- ers-hjónin, Rosamund Darnley og Linda. En Barry majór sagði þvert nei. Hann kvaðst vera al- gjörlega andvígur þessháttar flandri. „iMaður verður að burð- ast með matarkörfur, og yfirleitt er ekkert nema óþægindi að þessu. Nei, ég kann bezt við að snæða í borðstofunni“. Ivlukkan tíu safnaðist hópur- inn saman. Leigðar liöfðu verið þrjár bifreiðar. Horace Blatt lék við hvern sinn fingur. „Gerið svo vel, bílarnir til Dartmoor, beitilyng og bláber, Devonshire- krem og glæpamenn, margt að skoða; forkunnarfagurt landslag fyrirliggjandi; notið tækifærið!“ HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.