Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 63
Kœkir manna afhjúpa þá KÆKIR lýsa oft hugarfari manna bet- ur en orð þeirra og yfirbragð. Skarp- skyggn maður getur lesið margt úr smá- kækjum annarra. Oafvitandi getur lítil handahreyfing, sem er töm, afhjúpað sér- einkenni persónuleika þíns, hugsana og tilfinninga. En einnig þú getur numið þetta táknmál kækjanna og öðlast á þann hátt nýjan hæfileika til að kynnast innra manni þeirra, er þú þekkir, eða vilt kynn- ast. Hér skulu tekin nokkur dæmi um þýð- ingu ýmissa kækja. Sá, sem hamrar með fingurgómunum á borðplötu, þráir að komast úr þvingandi og óskemmtilegri aðstöðu. Ef hann gerir það oft, er ekki ólíklegt, að hann sé ákveðinn eða kappmáll. Maður, sem slær í borðið máh' sínu til áherzlu, er skapör og lætur tilfinningamar fá yfirhöndina yfir skynseminni. Ef hann hins vegar gerir margar snögg- ar og lóðrétt handahreyfingar, meðan hann er að rökræða áríðandi málefni, er hann einbeittur, skapstór og áhrifamikill. Sumir hafa þann ávana að toga eða grípa í eyrnasnepilinn á sér. Þeir eru oft- ast margfróðir, viðbúnir, meinfyndnir og óútreiknanlegir á marga vegu. Að fingra við hárlokk getur táknað, að viðkomandi sé í slæmri klípu. Þeir sem naga á sér neglurnar, jótra tyggigúmí eða eru sífellt að sjúga eitthvað og tyggja, eru oftast taugaóstyrkir og eiga óuppfylltar þrár. Margir kækir bera vott um, að maður vill ná meiri einbeittni í hugsun — kom- ast í nánara samband við sjálfan sig inn- byrðis. Meðal þessara kækja eru: að nudda hökuna, fetta fingurna, þreifa á fótleggjunum, taka á eyrunum, strjúka hárið og krossleggja armana á brjóstinu. Ef maður hefur marga þessara kækja er sjálfstraust hans of lítið. Þeir, sem halda með fingurgómunum meira eða minna fyrir munninn, þegar þeir tala, eru oftast nær óframfærnir, jafnvel hugdeigir eða ef til vill fráhrind- andi. Þegar menn lyfta augabrúnunum eru þeir oft að leitast við að hafa eindregna athygli á því, sem við þá er rætt. Ef þú beinir sígarettunni fram fyrir þig með stífum fingrum, má álíta að þú haf- ir tilhneigingu til að halda fólki í hæfilegri fjarlægð frá þér. Ef þú drepur í hálfreykt- um sígarettum, ber það vott um tauga- æsing og óþreyju. Þeir, sem teygja sig oft eða spenna bakið, eru að búa sig undir athöfn — eru að vekja sig og gera sig hæfa til að taka þvi, sem að höndum ber. Margir hafa þann sið að krassa myndir eða meiningarlaust pár á blað, þegar þeir þurfa að sitja kyrrir. Þetta getur táknað, að viðkomandi sé auðugur í hugsun, en venjulega aðeins, að hann sé óþreyjufull- fullur og rissi á blaðið til þess að hafa eitthvað fyrir stafni er sefar óeirð hans eða athafnaþörf. Menn, sem hafa þá venju að bíta sam- an tönnum, eru sókndjarfir og einbeittir. Auðvitað má enginn taka þessar skýr- ingar bókstaflega, því að ytri aðstæður geta alltaf breytt þýðingunni. En enginn þarf að efa, að táknmál kækjanna er raunverulegt og rökfræðilegt. Ef til vill sérðu bráðum bíómynd, þar sem ein persóna drepur í hálfreyktri sígarettu. Taktu þá eftir því, hvað það hefur mikið meiri áhrif en nokkrar drama- tiskar setningar. HEIMILISRITIÐ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.