Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 8

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 8
í för með sér. Hún andvarpaði og hallaði sér aftur á bak, þegar hann sneri sér að stýrinu. „Nú líst mér á", sagði hann, þegar þau komu að klúbbnum og hann sá inn um opnar dyrn- ar, „sjáðu hjörðina! Við kom- umst aldrei út á gólfið". „Jú, jú, víst", sagði hún áköf og hlakkaði til að láta fólk sjá sig og dást að sér. „Hvort ég gæti ekki séð fyrir nokkrum bjórum núna", sagði hann. „Ekki strax", sagði hún skelfd, „ekki alveg strax". „Allt í lagi, allt í lagi", sagði hann stygglega og minntist bar- áttu sinnar við bílblæjuna. Kon- ur skildu aldrei neitt. Hann fór með' fingurinn inn með flibban- um. „Oh, mér er heitt". Eyðileggur allt, hugsaði hún. Karlmenn! Þarna voru þau hjá þessum fallega klúbb með himn- eskum garði böðuðum í tungl- skini og ánni rétt hjá; og allt, sem honum gat dottið í hug, var bjór og hversu heitt honum var. Það myndi vera öðruvísi ef þau væru ekki gift. Það krafðist still- ingar að hrópa ekki önuglega: „Ó, Johnny!" I stað þess sagði hún stillilega: „Ég ætla að'eins að ganga frá kápunni minni". „Ég fæ mér þáeinn lítinn á meðan". „Æ, nei", sagði hún og sá í vændum ógnþrungna leit að honum í barnum, í stað þess að hún vildi ganga virðulega við hlið hans inn á gólfið. „Ég skil hana eftir hér". Hún kastaði af sér kápunni og Ieit snöggvast í bílspegilinn, en hann beið harla óþolinmóður. Svo tók hún und- ir arm hans, og þau gengu að dyrunum. „Halló, Johnny!" sagði hár, grannur maður áður en þau voru komin tvö skref inn fyrir þrösk- uldinn. „Tom karlinn!" sagði Johnny. „En að hitta þig hér!" Þeir tókust í hendur, með því langdregna látbragði og breið- um brosum, sem karlmanna er siður, þegar þeir hittast af til- viljun eftir langan tíma. Svo kynnti Jónatan þau Tom og Margot, og aðdáunin í augum hans bætti henni upp þessa töf. Dökkhærður, herðabreiður maður nálgaðist. „Má ég kynna Ferdi de Mare- chal", sagði Tom. Hún leit á manninn, og hann hneigði sig og kyssti á hönd hennar. Hún hreifst þegar af honum. Þetta var framkoma, sem hún hafð'i þráð í fari Johnny, svona framkoma átti við þetta kvöld, og einkanlega kjólinn hennar. „Við vorum saman á ítalíu", HEIMILISRITID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.