Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 42
hann að vera á verði 20 til 30 klukkustundir. Allt þetta samanlagt gerir það að verkum, að þessi aðgerð er ekki framkvæmanleg nema af færustu handlæknum í stórum spítölum. Hún gæti aldrei kom- ið til greina nema við lítið brot allra barnsfæð'inga. Öruggari, ó- dýrari og einfaldari aðferðar er þörf. Nú virðist svo sem lækninum John Adriani í New Orleans hafi tekizt að finna slíka aðferð. Adriani ályktaði sem svo, að erfitt væri að finna rófugöngin. En hvaða spítalalæknir sem væri, gæti fundið mænugöngin. Læknar geta tekið sýnishorn af mænuvökvanum til þess að sjúk- dómsgreina heilahimnubólgu, syfilis og lömunarveiki. Frá mænuendanum greinast taugar, sem mynda cauda equina — mænutagl. Þessar taugar stjórna sársaukatilfinningunni, sem er samfara fæðingu. Ef við' gætum nú, sagði Adriani, komið einhverju lyfi, sem deyfði sárs- aukatilfinningu, inn í þennan hluta mænunnar. ... Það var ekkert sérlega nýtt við þessa hugmynd. I næstum tvær kynslóðir höfðu læknar notað mænudeyfingu við skurð- aðgerðir í kviðarholi. En það' sem Adriani vildi gera, var að útiloka sársauka aðeins frá litlum hluta líkamans. Hann þurfti deyfilyf, sem héldist á þessu svæði. Þetta þýddi það, að deyfilyfið varð að vera þyngra en mænu- vökvinn, svo það' sykki til botns í göngunum eins og blý í hita- mæli. Ein hindrunin var sú, að flest lyf, sem notuð voru við mænu- deyfingu, verkuðu aðeins stutt- an tíma. Novocain, til dæmis, verkað'i aðeins í klukkutíma. En það var til annað, sem verkaði í allt að sex tíma. Það var nuper- cain, sem hafði verið uppgötvað af svissneskum lyfjafræðingum fyrir rúmum tuttugu árum. Mörgum skurðlæknum stóð stuggur af þessu sterka lyfi, sem er 10 til 20 sinnum sterkara en novocain. Þeir óttuðust, að það kynni að síast upp í mænuna, lama andardráttinn og valda dauða. Þeir óttuðust einnig, að það gæti valdið áfalli og dauða með því að lækka blóðþrýsting- inn allt of mikið. Þetta hafði komið fyrir. En Adriani fann ráð. Það var ekki mikil hætta á, að' það leit- aði upp eftir mænunni ef það væri þyngra en mænuvökvinn. Og það var hægt að gera það þyngra með því að blanda það þrúgusykri. Hættan á að lækka blóðþrýstinginn virtist hverf- andi, ef aðeins voru notaðir ör- 40 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.