Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 29

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 29
Nokkrum dógum. fyrir jólin tók hún ákvörðun sína. Henni fannst að hún gæti ekki farið úr vistinni án þess að útvega stúlku í sinn stað; og hún varð að fara áður en sæist meira á henni. Hún sendi því vinstúlku sinni fyrir vestan símskeyti, þar sem hún spurði, hvort hún gæti komið suður til Reykjavíkur og farið í sinn stað í vistina, vegna þess að hún væri veik. Svarið kom tveim dögum síðar og hljóðaði á þá leið, að stúlkan gæti komið og myndi leggja af stað með næstu ferð strandferðaskipsins. Sigrún nefndi þetta ekki við neinn, en hún beið þó eftir tæki- færi til þess að segja frúnni, sem hún var hjá, að hún yrði að fara. Þetta tækifæri kom daginn fyrir gamlárskvöld. Þær voru að drekka morgun- kaffið, þegar frúin sagði: Heyrðu Rúna mín, þú þarft að fá þér einn eða tvo nýja kjóla. Þú ert sama og alveg kjólalaus. , Sigrún blóðroðnaði, Ieit niður fyrir sig og svaraði: Eg hafði nú hugsað mér að láta ekki sauma á mig kjól á næstunni. Eg er nefni- lega með barni. Hún varp öndinni; nú var það sagt. Með barni, veinaði frúin. Já, ég er ólétt, svaraði Sigrún rólega og leit á hana. Jæja, með barni, jahérna. Hvenær gerðist þetta eiginlega? spurði frúin undrandi. I sumar á síldinni, svaraði Sigrún. Það varð vandræðaleg þögn um stund. Síðan spurði frúin í mildum tón: Hvenær áttu von á barninu, góða mín? Seinast í maí, svaraði Sigrún. En þú getur ekki .. . Eg er búin að útvega þér stúlku í minn stað, greip Sigrún fram í fyrir henni. Hún kem- ur að vestan með fyrstu ferð. Jæja, góða. En faðirinn, hvað með hann? Ekkert, svaraði Sigrún. Hann er ekki nema nítján ára og ekki til að treysta á. Ég hugsa að hann geti ekki einu sinni borgað meðlagið. Hann drekkur dálítið. Nú? sagði frúin. Já, hélt Sigrún áfram. Ég ætla að eiga barnið heima. Það er ekki útilokað að ég giftist einhvern- tíma, þótt ég eigi barnið í lausa- leik. Tárin brutust fram í augna- króka Sigrúnar og runnu niður kinnar hennar. Svona svona, væna mín, þetta lagast allt saman, sagði frúin ástúðlega. Þær stóðu upp frá borðinu og Sigrún vann verk sín eins og áð- ur. Um miðjan janúar kom skipið að vestan og stúlkan með því. ICvöldið eftir fór Sigrún með HEIMILISRITID 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.