Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 35

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 35
það á tilfinningunni að eitthvað ókunnugt og óviðfeldið væri á næstu grösum, en hélt að þetta væri hrein ímyndun, sem staf- aði af því hve þreytt hún væri og taugaslöpp og fyrirvarð sig fyrir þennan kjánaskap. Það var dimmt í herberginu, maður Sonju svo að hún kveikti Ijós. Henni þótti vænt um þennan tíma dags, þegar hún gat gefið sig alla á vald eigin hugsana. Hún kveikti sér í sígarettu. klæddi sig úr kjólnum og fór í Ijósbláa innisloppinn. Hún stóð' íyrir framan spegilinn og skoð- aði sig rannsakandi. Ef hún hefði ekki haft þessar smágerðu hrukkur í kringum augun og þreytulega drætti um munninn, inyndi hún hafa verið hreinasta fegurðardís. Hún var vel vax- in og hafði silkimjúka, hvíta húð. Hún var ógift, þó hana hefði alls ekki skort tækifæri til að gifta sig. Til þessa hafði hún verið of upptekin af vinnu sinni, að hún gæfi sér tíma til að verð'a ástfangin. Hún hafði ágæt laun og notaði þau til að kaupa sér kjóla og skartgripi, og vinkonur hennar sögðu, að hún hefði sér- staka ástríðu á því síðarnefnda, en kannske sögðu þær það bara af öfund! Þegar hún gekk að klæða- skápnum til að' ná sér í inniskó, raulaði hún lagið:: „Mæt mér í nótt í draumi". Andartak var eins og hjarta hennar hætti að slá. Inni á með- al skónna sinna sá hún stór karl- mannsstígvél. Ósjálfrátt fannst henni að hún yrði að halda áfram að raula, þó að tungan ætlaði að límast föst við góminn, vegna hræðsl- unnar, sem greip hana, er hún hugsaði um þá hættu, er vofð'i yfir henni, þar sem hún laut eft- ir skónum, hættuna, sem var falin inni á milli kjóla hennar i skápnum. Hún vissi ekki, hvernig henni gafst kjarkur til þess að ná í skóna og reisa sig upp aftur, en eitt var henni Ijóst: Hún varð að halda áfram að syngja. Láta hann ekki gruna að hún hefði orðið hans vör. Henni tókst það og lokaði svo klæðaskápnum aftur. Læsingin var biluð, annars hefði hún af- læst hurð'inni og allt hefði verið klappað og klárt. Manninn inni í skápnum — HEIMILISRITIÐ 33

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.