Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 20
segja, að ég man ekki neitt eftir þessu atviki. Það getur verið, að ég hafi þurrkað þetta atvik úr minni mínu og ekki kært mig um að minnast þess. Finch er heiðarlegur maður og framburð- ur hans verður að standa. Hansel konnari Seint á árinu 1901 kom faðir minn heim úr átta mánaða ferðalagi um brezka heimsveld- ið. Þá fór ekki hjá því, að hann kæmist að því, hvað við Bertie vorum illa að okkur á ýmsum sviðum. Ég var þá sjö og hálfs árs, en á þeim aldri eru synir enskra yfir- stéttarmanna, venjulega komnir undir handleiðslu viðurkenndra undirbúningsskóla, þar sem þeim er stjórnað eftir fornum siðalögmálum og reglustiku skólameistaranna. Það var hins vegar orðinn sið- ur að ala brezk konungabörn upp undir handleiðslu einka- kennara, og eftir atburðinn í barnaherberginu beið f aðir minn ekki boðanna með að ráða virðulegan einkakennara handa okkur. Svo einn góðan veðurdag, birtist hár og grannur herra- maður, Henry Peter Hansel að nafni. Hann var útskrifaður úr Magdalen College í Oxford og var sönn ímynd brezkra skóla- meistara fra þeim tíma, er þess var krafist af virðulegum fræð- urum, að þeir væru ekki aðeins vel að sér í fornmálunum og fræðum rhótmælenda, heldur hefðu þeir og nokkra leikni í íþróttum. Hann hafði leikið knattspyrnu í Oxford, var leik- inn golfspilari, með sex í forgjöf og frábær riffilskytta. Hann hafði því til að bera virð'ulega menntun samfara kröftum og kristilegu hugarfari. Ávallt gekk hann í grófgerðum ullarfötum, og reykjarpípu sína tók hann aldrei út úr sér. Það er óþarfi að taka fram, að hann var ókvæntur. Þegar frá er skilin dreifð af- skiptasemi foreldra minna, voru það þessir tveir menn, Hansel og Finch, sem ólu okkur þrjá bræð- urna upp, þar til hver okkar fyr- ir sig fór í skóla. Þeir voru góðir saman. En stundum hefur það hvarflað að mér, að Finch hafi þar haft sterkari áhrif, vegna þess að hann skildi betur hugarfar ungra drengja, drauma þeirra og vonir. í skóla Það var „skólastofa" í öllum fjórum húsunum, sem við' bjugg- um í á hinum ýmsu tímum árs. Mary hafði sína eigin kennslu- 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.