Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 28
hann hjá henni. Þegar hann var farinn morguninn eftir, grét hún ofur lítið yfir því að hafa þurft að fórna svona miklu til þess að geta haldið honum hrifnum af sér. Hún var veik og lá í rúm- inu þennan dag. — Upp frá þessu svaf Albert hjá henni á hverri nóttu er hann var í landi. UM HAUSTIÐ kvöddust þau og fóru hvort heim til sín. Hún grét, en hann huggaði hana og sagði, að þau myndu hittast næsta sumar á Siglufirði, en henni fannst einhvern veginn að þetta væri í síðasta sinn er þau sæust, og tárin runnu niður vanga hennar. Síðan fór hún heim til sín, til Klettafjarðar. September hélt innreið sína. Grösin fölnuðu og lyngbreiðurn- ar, sem teygðu sig upp eftir fjallshlíðunum, skiptu um lit og urðu rauðbrúnar. Haustið var komið, Sigrún réði sig í vist til Reykjavíkur. Hún fór suður seinast í september. Viku eftir að hún kom til Reykjavíkur, uppgötvaði hún ' það skelfilegá: hún var orðin ó- létt. Þessi uppgötvun leiddi af sér mikil heilabrot og sálarkva]- ir. Henni varð það Ijóst, að Al- bert, því hann var faðirinn, var ekki neinn maður til að treysta á. Hann var ungur, ekki nema nítján ára, vildi njóta lífsins og fá sem mest út úr því. Hann var vís til að daðra við hvaða stiilku sem var. Hiín gæti líklega aldr- ei fengið hann til þess að trúlof- ast sér, hvað þá giftast, nei aldr- ei. Og kannske myndi hún aldrei sjá hann framar. — Hún grét hljóðlega ofan í svæfilinn, þar sem hún lá andvaka í rökkrinu, vonsvikin yfir tilverunni. Hvar ætti hún að ala barn- ið? spurði hún sjálfa sig. Hér í Reykjavík? Nei, það var ekki hægt; hún varð að fara heim. Guð almáttugur, hvað ætli yrði sagt þar, þegar hún kæmi heim til þess að eignast lausaleiks- króa? Þá hefðu kerlingarnar eitthvað til þess að japla á. — Hún sá fyrir sér rytjulegar kerl- ingarnar hamast við lygasögurn- ar um.hana yfir kaffibolhmum, sem þær máttu ekki vera að því að drekka fyrir ákefð við að segja slúðursögurnar. — Hún skalf af sárum ekka og grét lát- laust. Hvers vegna var lífið svona erfitt og fullt af sorgum og mótlæti? — Það leið fram að jólum og hún tók að þykkna undir belti. Samt sem áður tók enginn eftir því, hvernig hún var á sig kom- in; ekki einu sinni systur hennar, sem hún var oftast með, og hún sagði engum neitt. Henni var það eðlilegast að tala fátt um eigin hagi. 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.