Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 18
míns og hún hafði verið alin upp á einfaldan, enskan hátt. Langdvöl hennar erlendis, á meginlandi Evrópu, hafði þroskað sjónarsvið hennar, og með athugunum sínum og námi hafði hún öðlast ótrúlega mikla þekkingu í sÖgu; og hún var nærri því sérfræðingur að því er varðaði gömul húsgögn og list- muni. Enginn ættingi hennar komst í hálfkvisti við hana, er um var að ræða nákvæmt minni, hvort sem um var að ræða konungs- ættir á meginlandinu, eða erfða- gripi og minjagripi fjölskyld- unnar. Við' fæðingu hvers barns fékk mamma sér ljósmyndabók og færði nákvæmlega inn í þær þroskaferil okkar. Hún færði inn dagana „er barnið tók sína fyrstu tönn", eða „byrjaði að ganga" og hárlokk setti hún í bókina við daginn, er hvert okkar var klippt í fyrsta sinn. Mest hlökkuðum við börnin til þess, er við söfnuðumst sam- an í herbergi mömmu á kvöld- in og fengum te og brauð með ávaxtamauki og mjólk, en það var síð'asta máltíð dagsins. Hún var þá venjulega í inni- slopp og hafði lagt sig í sófann, en við söfnuðumst utan um hana, og hún sagði okkur sög- ur, eða las fyrir okkur. Hinn blíði málrómur og hin þroskaða hugsun hennar, þægi- leg stofan, sem var full af per- sónulegum fjársjóðum, allt var þetta óaðskiljanlegt hamingju- tilfinningunni, sem sett er í samband við siðustu stundir dagsins í barnæsku. Lært ci3 prjóna En þar sem móðir mín var hagsýn að eðlisfari, kenndi hún okkur að' nota þessa stund til að prjóna ullartrefla fyrir hina fjöldamörgu góðgerðarfyrirtæki hennar. Hún kenndi okkur að prjóna, og notaði stóra tréhringi og látúnsprjóna við kennsluna. Á meðan hún las, prjónuðum við af kappi, þar til við höfðum lok- ið við fimm feta langa trefla. Þegar ég var lítill drengur hafði ég meira gaman af að' prjóna en systkini mín. Mörgum árum síðar, er ég lá í rúminu og var að ná mér eftir að hafa dott- ið illa af hestbaki, tók ég til að prjóna á ný og náði talsverðri leikni. f byrjun síðasta stríðs, er ég gegndi starfi með brezkri her- nefnd hjá franska hernum, neyddist ég til að fara langar bílferðir á milli vígvallanna. Þá tók ég á ný upp þessa gömlu iðju, til að eyða tímanum. Ég fór af skiljanlegum ástæð- 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.