Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 38

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 38
ur, nokkuð grannur og helzt of fínn til fara. Sonju datt strax í hug, að hann væri í hópi þeirra, sem hafa alveg sérstakan áhuga á hinu veikara kyni. Hann virti hana fyrir sér með hrifningu í augunum. Hún roðh- aði og sveipaði fastar að sér inni- sloppnum. „Á ég ekki að fá koss?" spurði hann og gekk til hennar með Útbreiddan faðminn. Þessu hafði Sonja alls ekki gert ráð fyrir. Hún vék til hliðar og benti á skápdyrnar. „Eg skal vera ró- legur", hvíslaði hann. „Það er einhver þarna inni, sem ekki má vita að ég er staddur hér. Nafn mitt er Leopold Hanson". „Það er þjófur þarna inni", svaraði hún og fannst það eina ráðið til að fyrirbyggja allan misskilning og bjarga sér undan björgunarmanni sínum. „Auðvitað", svaraði hann, án þess að hafa augun af henni. „Það er ekki nýtt. Þetta er held- ur ekki í fyrsta skipti, sem ég kem kvenmanni til hjálpar". Hann greip hana í fang sér. „Gef mér kossinn", skipaði hann og hélt fast utan um hana. Hún reyndi að rífa sig lausa, en hann hélt henni svo fast, að' hún ætl- aði varla að ná andanum. Allt í einu heyrði hún skarpan smell, og samtímis var hún laus. Hún leit við og sá svarthærða yngismanninn liggja á gólfinu. Herðabreiður maður laut yfir hann. Hún sá ekki framan í hann, því hann sneri baki að henni, en hún rak upp óp, þegar Leopold Hanson réðist í sömu svifum til atlögu gegn fjand- manni sínum. * Borð og stóll ultu um koll í þeim gauragangi, sem nú hófst, svo ekki var hægt að heyra mannsins mál, enda ekki von að Sonja heyrði, þó að drepið' væri á dyr, sem síðan voru rifnar upp á gátt og lögregluþjónn stóð í dyragættinni. Koma hans gerði skjótan enda á áflogin. „Hvað er hér um að vera?" spurði hann og virti fyrst fyrir sér karlmennina, en sneri sér síðan að Sonju. „Það var hringt á stöðina og tilkynnt, að maður hefð'i klifrað upp brunastigann, og ég var sendur hingað í þeirri trú, að um innbrot væri að ræða". „Alveg rétt", svaraði Leopold Hanson, áður en Sonju gafst tími til að svara. „Þjófurinn er þarna", bætti hann við og benti illkvitnislega á fjandmann sinn, „og það lá við' að hann yrði morðingi, ef þér hefðuð ekki komið og hindrað það". Lögreglumaðurinn leit spurn- araugum á Sonju. 36 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.