Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 11
brýðisalda fór um hana. Hvar var hann? Ef hún mætti hon- um'nú með þá rauðhærðu? Hún gekk hægt og hafði vakandi auga á umhverfinu, er þau nálg- uð'ust endann á grasflötinni. Hún vissi, að hann myndi fara með hana sem lengst, eins og hún vissi, að það var óhyggilegt af henni að fara þangað. En það var honum mátulegt. En í hinum enda garðsins var enginn. Þau horfðu á ána. Ferdi lagði handlegginn um mitti hennar og hún hörfaði ofurlítið. Eg læt hann ekki komast of langt, hugsaði hún. Gallinn var sá, að' hann virt- ist ekki taka eftir undanfærslu hennar, en setti handlegginn á sama stað og áður og hóf að syngja þýðan, skrítinn söng. — „Þetta", sagði hann, „er afar forn, persneskur ástarsöngur". „Hvað þýðir það?" sagði hún áköf, ekki af því hana langaði til að vita það, héldur vegna va'xandi, óskiljanlegs ótta. Hvar var Johnny? Hún þráði að sjá hann koma. „Það' þýðir", sagði hann: Augu þin eru tvær dúfur, sál mín hvílir í þeim. Munnur þinn sætur ávöxtur, varir mínar snerta hann. Hún gat ekki stillt sig um að skríkja, sumpart af taugaóstyrk, sumpart af því að hugsa sér dúfur í augunum. Hvernig, Johnny myndi hlæja, ef hann heyrði þetta! „Því hlægið þér?" sagði hann svo grimmdarlega, að hún varð hissa. „Eg ætlaði ekki að gera það", sagði hiin, „en dúfur'í augum!" Hún fór aftur að hlæja og leit ósjálfrátt til baka eftir grasflöt- inni, þar sem klúbbgluggarnir ljómuðu. I þeirri andrá þrýsti hann henni fastar að' sér. „O", sagði hún, „nei!" Hún streittist á móti. Hún hataði hann. O, Johnny, hugsaði hún. „Ég verð að kyssa yður", sagði hann og laut dökku and- litinu niður að henni ákafur. Henni ofbauð svo, að hún barð- ist um og tókst að losa sig og flýð'i heim grasflötina. Þegar hún beygð'i heim að aðaldyrunum, heyrði hún rödd Johnnys: „Hvar hefurðu verið?" „Hvergi", sagði hún andstutt og reyndi að sýnast kærulaus. „Þú hefur setið úti hjá þess- um bölvuðum labbakút", sagði hann. „Nú, hvar hefur þú verið?" sagði hún til að forðast árás. „Ég leitaði og leitaði að' þér". „En þú beiðst ekki", sagði hann ásakandi. „Því skyldi ég hafa beðið eftir þér og þessari feitu, rauðhærðu drós?" spurði hún með áherzlu. HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.