Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 19
um leynt með þessa tómstunda- iðju mína. Það hefði sennilega þótt saga til næsta bæjar, ef það hefði komist á kreik, að her- toginn af Windsor, í einkennis- búningi hershöfðingja í brezka hernum, væri á flakki bak við Maginot-línuna og prjónaði. En það er nú sama. Prjónarnir voru fyrir mig, það sem leynilögreglu- sögur eru fyrir stjórnmálamenn- ina. Það hvíldi huga minn og varð til þess að gefa nokkra trefla í góðgerðarfyrirtæki, sem konan mín stóð að í sambandi við franska herinn. „Fóstri" minn. Er ég var nærri átta ára kom ný persóna inn í líf mitt. Frede- rick Finch var af ættstofni gamallra áhangenda hertogans af Wellington. Faðir hans hafði verið herbergisþjónn sjálfs Járn- liertogans. Finch varð fyrst einskonar „barnfóstra“ mín. Hann burstaði skóna mína, hjúkraði mér er ég var veikur, þvoði hendur mínar og andlit og las bænirnar með mér á kvöldin. Þegar ég varð eldri varð hann herbergisþjónn minn, lék við mig golf og fór með mér í út- reiðartúra. Síðar varð hann svo ráðs- maður minn. Nú er hann seztur í helgan stein, 77 ára gamall og býr í smáhúsi í Berkshire. Hann geymir vafalaust meira en sinn hlut af minningunum. Fyrir stuttu síðan sagði Finch vini mínum, að' ég hefði verið mesti þrjózkukálfur í æsku. Hann sagði þessum vini mínum smásögu um það, er hann tók mig einu sinni til bæna. Hann segir söguna á þá leið, að einu sinni, er systir mín átti að soína, hafi ég farið inn í barnaherbergið og byrjað að ó- látast. Faðir minn var úti á veiðum, og enginn þorði að ónáða mömmu. Fóstra systur minnar, Lala Bill, rauk þá inn til Finch og hrópaði: „Þessi drengur er alveg ómögulegur. Ef þú gefur honum ekki ráðningu skal ég gera það“. Finch fór með mig inn í svefn- herbergi, lagði mig á grúfu á rúmið og lét höggin dynja á þeim hluta líkamans, sem talinn er tilvalinn til að berja hlýðni inn í óþægðarorma. Eg grenjaði lengi og sór þess að ná mér niðri á Finch, með því að láta bróður minn segja föður mínum frá þessari með- ferð. Um tetímann um kvöldið frétti móðir mín alla söguna frá Bertie og Mary, og ég var send- ur til lierbergis Finch til að biðja afsökunar á óþægð minni. Þannig segir Finch söguna að minsta kosti. Sjálfur verð ég að HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.