Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 19

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 19
um leynt með þessa tómstunda- iðju mína. Það hefði sennilega þótt saga til næsta bæjar, ef það hefði komist á kreik, að her- toginn af Windsor, í einkennis- búningi hershöfðingja í brezka hernum, væri á flakki bak við Maginot-línuna og prjónaði. En það er nú sama. Prjónarnir voru fyrir mig, það sem leynilögreglu- sögur eru fyrir stjórnmálamenn- ina. Það hvíldi huga minn og varð til þess að gefa nokkra trefla í góðgerðarfyrirtæki, sem konan mín stóð að í sambandi við franska herinn. „Fóstri" minn. Er ég var nærri átta ára kom ný persóna inn í líf mitt. Frede- rick Finch var af ættstofni gamallra áhangenda hertogans af Wellington. Faðir hans hafði verið herbergisþjónn sjálfs Járn- liertogans. Finch varð fyrst einskonar „barnfóstra“ mín. Hann burstaði skóna mína, hjúkraði mér er ég var veikur, þvoði hendur mínar og andlit og las bænirnar með mér á kvöldin. Þegar ég varð eldri varð hann herbergisþjónn minn, lék við mig golf og fór með mér í út- reiðartúra. Síðar varð hann svo ráðs- maður minn. Nú er hann seztur í helgan stein, 77 ára gamall og býr í smáhúsi í Berkshire. Hann geymir vafalaust meira en sinn hlut af minningunum. Fyrir stuttu síðan sagði Finch vini mínum, að' ég hefði verið mesti þrjózkukálfur í æsku. Hann sagði þessum vini mínum smásögu um það, er hann tók mig einu sinni til bæna. Hann segir söguna á þá leið, að einu sinni, er systir mín átti að soína, hafi ég farið inn í barnaherbergið og byrjað að ó- látast. Faðir minn var úti á veiðum, og enginn þorði að ónáða mömmu. Fóstra systur minnar, Lala Bill, rauk þá inn til Finch og hrópaði: „Þessi drengur er alveg ómögulegur. Ef þú gefur honum ekki ráðningu skal ég gera það“. Finch fór með mig inn í svefn- herbergi, lagði mig á grúfu á rúmið og lét höggin dynja á þeim hluta líkamans, sem talinn er tilvalinn til að berja hlýðni inn í óþægðarorma. Eg grenjaði lengi og sór þess að ná mér niðri á Finch, með því að láta bróður minn segja föður mínum frá þessari með- ferð. Um tetímann um kvöldið frétti móðir mín alla söguna frá Bertie og Mary, og ég var send- ur til lierbergis Finch til að biðja afsökunar á óþægð minni. Þannig segir Finch söguna að minsta kosti. Sjálfur verð ég að HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.