Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 23

Heimilisritið - 01.09.1948, Blaðsíða 23
um, að hann varð fórnarlamb glettinna, brezkra skólastráka. Dag nokkurn, við' hádegis- verðinn í Frogmore, sneri Hua máli sínu frá háfleygum skýr- ingum á breytanleik óákveðna greinisins í franskri tungu, að ágæti franskrar matargerðar- listar og dvaldi einkum við það, hve mikið lostæti froskafætur væru. Þar sem við börnin höfðum aldrei bragðað þá, datt okkur fyrst í hug, að hann ætlaði að fara að' segja okkur grínsögu. En er hann hélt áfram máli sínu varð okkur Ijós einlægni hans, að það væri ekki nóg með, að þessi leiðinlegi maður æti froskafætur, heldur virtist hann taka þá fram yfir annan mat. Ég held að það hafi verið Mary, sem fyrst kom til hugar að gera sér mat úr þessu, en mamma tók þátt í því líka. Við fengum okkur þéttriðið net og fötu, og lögðum af stað' á froskaveiðar. En þar sem þetta var um útungunartímann tókst okkur ekki að ná í nema unga. Við fórum sigri hrósandi með þá inn í eldhús og létum matsvein- inn steikja þá og bera á borð fyrir frönskukennarann um kvöldið. Hua vissi auðvitað ekkert um samsærið, og er þjónninn bar réttinn fyrir frönskukennarann, sá ég út undan mér að allir, sem voru með í samsærinu, horfðu á með hreinum englasvip af ánægju. Vitanlega hafði það aldrei verið ætlun okkar að láta pró- fessorinn borða froskaungana, en áður en mamma gat komið upp orði hafði hann ráðist á þá með hníf og gaffli og stungið bita upp í sig, með tilhlökkunar- svip. Mamma kallaði: „nei, nei!" og stamaði, að þetta væri allt saklaust gaman, og að' það hefði ekki verið ætlast til að þessi réttur yrði borðaður. Mér fannst Hua sýna hreysti með því að renna niður bitan- um, sem hann hafði stungið upp í sig, en það voru hatursfull augu, sem hann renndi yfir borðið. Hann reis á fætur, hneigði sig fyrir móður minni, og var í laginu eins og hagla- byssa þegar hún er opnuð, en rauk síðan á dyr. Mamma deplaði augunum. „Ég er hrædd um börn", sagði hún blíðlega, „að franskir mat- menn geri greinarmun á froska- fótum og froskaungum". I nœsta hefti lýsir hertog- inn m. a. hinum þróttmikla afa sínum, Edward VII. HEIMILISRITIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.