Heimilisritið - 01.09.1948, Side 28

Heimilisritið - 01.09.1948, Side 28
hann hjá henni. Þegar hann var farinn morguninn eftir, grét hún ofur lítið yfir því að hafa þurft að fórna svona miklu til þess að geta haldið honum hrifnum af sér. Hún var veik og lá í rúm- inu þennan dag. — Upp frá þessu svaf Albert hjá henni á hverri nóttu er liann var í landi. ITM HAUSTIÐ kvöddust þau og fóru hvort heim til sin. Hún grét, en hann huggaði hana og sagði, að þau myndu hittast næsta sumar á Siglufirði, en henni fannst einhvern veginn að þetta væri í síðasta sinn er þau sæust, og tárin runnu niður vanga hennar. Síðan fór hún heim til sín, til Klettafjarðar. September hélt innreið sína. Grösin fölnuðu og Ivngbreiðurn- ar, sem teygðu sig upp eftir fjallsldíðunum, skiptu um lit og urðu rauðbrúnar. Haustið var komið, Sigrún réði sig í vist til Reykjavíkur. Hún fór suður seinast í september. Viku eftir að hún kom til Reykjavíkur, uppgötvaði hún það skelfilega: hún var orðin ó- létt. Þessi uppgötvun leiddi af sér mikil heilabrot og sálarkval- ir. Henni varð það ljóst, að Al- bert, því hann var faðirinn, var ekki neinn maður til að treysta á. Hann var ungur, ekki nema nítján ára, vildi njóta lífsins og fá sem mest út úr því. Hann var vís til að daðra við hvaða stúlku sem var. Iíún gæti líklega aldr- ei fengið hann til þess að trúlof- ast sér, hvað þá giftast, nei aldr- ei. Og kannske myndi hún aldrei sjá hann framar. — Hún grét hljóðlega ofan í svæfilinn, þar sem hún lá andvaka í rökkrinu, vonsvikin yfir tilverunni. Hvar ætti hún að ala barn- ið? spurði hún sjálfa sig. Hér í Reykjavík? Nei, það var ekki hægt; hún varð að fara heim. Guð almáttugur, hvað ætli yrði sagt þar, þegar hún lcæmi heim til þess að eignast lausaleiks- króa? Þá hefðu kerlingarnar eitthvað til þess að japla á. — Hún sá fyrir sér rytjulegar kerl- ingarnar hamast við lygasögurn- ar um hana yfir kaffibollunum, sem þær máttu ekki vera að því að drekka fyrir ákefð við að segja slúðursögurnar. — Hún skalf af sárum ekka og grét lát- laust. Hvers vegna var lífið svona erfitt og fullt af sorgum og mótlæti? — Það leið fram að jólum og hún tók að þykkna undir belti. Samt sem áður tók enginn eftir því, hvernig hún var á sig kom- in; ekki einu sinni systur hennar, sem hún var oftast með, og hún sagði engum neitt. Henni var það eðlilegast að tala fátt um eigin hagi. 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.