Heimilisritið - 01.09.1948, Page 20

Heimilisritið - 01.09.1948, Page 20
segja, að ég man ekki neitt eftir þessu atviki. Það getur verið, að ég hafi þurrkað þetta atvik úr minni mínu og ekki kært mig um að minnast þess. Finch er heiðarlegur maður og framburð- ur hans verður að standa. Hansel kennari Seint á árinu 1901 kom fað'ir minn heim úr átta mánaða ferðalagi um brezka heimsveld- ið. Þá fór ekki hjá því, að hann kæmist að því, hvað við Bertie vorum illa að okkur á ýmsum sviðum. Eg var þá sjö og hálfs árs, en á þeim aldri eru synir enskra yfir- stéttarmanna, venjulega komnir undir handleiðslu viðurkenndra undirbúningsskóla, þar sem þeim er stjórnað eftir fornum siðalögmálum og reglustiku skólameistaranna. Það var hins vegar orð'inn sið- ur að ala brezk konungabörn upp undir handleiðslu einka- kennara, og eftir atburðinn í barnaherberginu beið faðir minn ekki boðanna með að ráða virðulegan einkakennara handa okkur. Svo einn góðan veðurdag, birtist hár og grannur herra- maður, Henry Peter Hansel að nafni. Hann var útskrifaður úr Magdalen College í Oxford og var sönn ímynd brezkra skóla- meistara frá þeim tíma, er þess var krafist af virðulegum fræð- urum, að þeir væru ekki aðeins vel að sér í fornmálunum og fræðum mótmælenda, heldur liefðu þeir og nokkra leikni í íþróttum. Hann hafði leikið knattspyrnu í Oxford, var leik- inn golíspilari, með sex í forgjöf og frábær riffilskytta. Hann hafði því til að bera virð'ulega menntun samfara kröftum og kristilegu hugarfari. Avallt gekk hann í grófgerðum ullarfötum, og reykjarpípu sína tók hann aldrei út úr sér. Það er óþarfi að taka fram, að hann var ókvæntur. Þegar frá er skilin dreifð af- skiptasemi foreldra minna, voru það þessir tveir menn, Hansel og Finch, sem ólu okkur þrjá bræð- urna upp, þar til hver okkar fyr- ir sig ior í skóla. Þeir voru góðir saman. En stundum hefur það hvarflað að mér, að Finch hafi þar haft sterkari áhrif, vegna þess að hann skildi betur hugarfar ungra drengja, drauma þeirra og vonir. í skóla Það var „skólastofa“ í öllum fjórum húsunum, sem við' bjugg- um í á hinum ýmsu tímum árs. Mary hafði sína eigin kennslu- 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.