Heimilisritið - 01.11.1948, Side 8
hann sneri höfð'inu til að horfa á
hana. „Heyrðu“, sagði hann,
„hvað er að gerast þarna undir
hárkollunni?“
Hún strauk yfir „hárkolluna“
með æfðum fingrum. „Já, en
getur þú skrifað leikrit?“
„Eg hef ekkert gert annað ár-
um sarnan en að segja mönnum
hvernig á að fara að því“.
„0“, sagði hún efandi.
Hann ýtti henni niður af
hnjám sínum. „Heyrð'u nú, unga
kona, ég hef í hyggju að skrifa
leikrit handa þér og um þig og
binda þig alla ævi við hlutverk,
sem mun koma þér til að óska
að leika aldrei neitt annað“.
„Og hvað á ég að leika, þang-
að til þú ert búinn með leikrit-
ið?“
„O, ég hef vanið mig við hina
gömlu góðu Lindu“, sagði hann
með' lítilli virðingu. En um leið
hugsaði hann þegar um, hvernig
hann ætlaði að útrýma henni
um alla eilífð.
HANN EYDDI öllum tíma
sínum í leikritið. Hann fékk
Benny Wales til að taka að' sér
gagnrýnina, meðan hann væri
að skrifa, og dag hvern gnísti
hann tönnum, þegar hann las
hinar linlegu greinar Bennys.
Þetta var erfiðasta verk, sem
hann hafði nokkum tíma kom-
izt í tæri við, þangað' til hann
vissi hvað hann vildi. Eftir það
varð það ofur auðvelt. Hann
vildi finna þá Fransesku, sem
hann elskaði mest, og gera úr
henni þá konu, sem hann hafði
dreymt um að kvænast. Hann
var Pygmalion, hún var marm-
arinn, sem beið þess að verða
meitlaður, og meitill hans var
orð; skír, lýsandi orð.
Fransesku til heiðurs má
segja, að hún spurði aldrei um
neitt, en lét hann vinna í friði.
„Er þér nokkuð á móti skapi að
ég kalli hana Fransesku?“ spurði
hann. „Ég er svo hugfanginn af
henni, að ég get ómögulega neit-
að mér um að kalla hana Frans-
esku“.
Franseska brosti blítt, og
hann gekk aftur að skrifborðinu
til að framkalla það bros í leik-
ritinu. Hann undanskildi auð-
vitað töluvert, en tók líka mik-
ið með. Clemence, Madame
Chenery og Linda fengu sinn
hluta, en bak við þær leitaði
hann og fann Fransesku, stúlku,
sem stundum hafði horft á hann
með augum Fransesku og talað
við hann með rödd Fransesku,
en hann hafði aldrei getað grip-
ið og haldið fastri. f leikritinu
heppnaðist það, hún varð algjör-
lega Franseska, og hún fæddi
honum barn.
Þegar hann var búinn, las
Franseska leikritið, meðan hann
6
HEIMILISRITIÐ