Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 45
þráði hann vin, sem brosti að- eins við honum. Hann hafði vænzt þess að eignast vini og kunningja, er til borgarinnar væri komið, eins og hann hafði átt heima. Honum hafði aldrei til hugar komið, að hann gæti orðið svo einmana með'al allra þeirra þúsunda karla og kvenna, er voru í þessari borg. Hann stóð og horfði á fólkið. Það talaði og hló. Hann ákvað að yrða á einhverja unga stúlku, sem bæri þarna að, segja að sér hefði sýnzt hún vera önnur, og biðja síðan afsökunar á misgrip- unum. A þennan hátt gat svo farið', að hann eignaðist vinkonu. Hann tók að reika um, en stanzaði skyndilega. Hjarta hans kipptist við. Ung stúlka kom á móti honum. Hvílíkur vöxtur og limaburður! Fegurðardís! Öll orð urðu máttvana. Það varð að vera hún, eða engin. Ennþá var nokkur spölur milli þeirra og fólk á ferli. En stúlk- an hafði komið auga á hann og stefndi í átt til hans. Heilbrigð skynsemi hans reyndi að' telja honum hughvarf og gera honum það skiljanlegt að vonlaust væri að ímynda sér að hann gæti kynnzt stúlkunni. Ef hann á- varpaði hana myndi hún vafa- laust telja það ósvífni af hans hálfu og hún myndi ekki svara, heldur senda honum biturt augnaráð, þrungið fyrirlitningu. Hún gekk nær honum. Hún var vel búin og fagureyg. Hárið var mikið og fór ágætlega. Skynsemi hans.varð að lúta í lægra haldi. Hann gekk á móti henni og lyfti hattinum. Ten- ingunum var kastað. „Nei, en —“, mælti hann með undrunarhreim í röddinni. Hún nam staðar og hleypti brúnum. Svo rak hún upp hlát- ur, sagði: „Nei, ert það þú, Birgir?“ Hann hét Gunnar, og varð því forviða. En hann reyndi að dylja undrun sína. Auðsjáanlega voru þetta misgrip, eða missýn- ing hjá henni. I fyrstu kom hon- um til hugar að leiðrétta hana, en hann hætti við það. „Þekkirðu mig ekki aftur?“ spurði hún. „Jú, jú“, svaraði hann. „Eg kom fyrr auga á þig en þú á mig. Það' er gaman að hitta þig aftur. Svo þú ert þá í borginni“. Nærri lá að honum vefðist tunga um tönn. „Já“, svaraði hún. „Ég er í borginni. Hvernig líður þér?“ „Agætlega“, svaraði hann. „Á hvaða leið' varst þú?“ spurði hún. Hann mátti ekki láta neinn bilbug á sér finna. Hann langaði til þess að hafa hana með sér heimhjsritið 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.