Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 31
um yður, Hiekens prófessor, ákvað ég að fara liingað og segja yður allt af létta, og biðja yður ráða. Eg stóð' nefnilega og beið eftir Will kvöldið, sem það skeði, við vorum á gangi mest alla nóttina og vissum ekki okk- ar rjúkandi ráð. Því að við höfðum vonað, að hún myndi sýna ofurlítinn skilning. Ég á nefnilega — von á barni“, ját- aði hún og leit niður fyrir sig, „og við' höfðum ákveðið að gift- ast, ef við gætum aðeins fengið kvistherbergið við hliðina á her- bergi Wills. Heima hjá pabba getum við ekki verið, þar er ekkert luisrúm, og hann er líka dálítið — gamaldags í svona málum. „Eg á ofurlítið af peningum, svo ég hefð'i getað séð fyrir okk- ur þangað til úr rættist; ég ætl- aði að reyna að vinna mér eitt- hvað inn. En frænka Wills varð óð og uppvæg, þegar hún heyrði þetta. Og svo tók Will saman föggur sínar í tösku og hljóp heim til mín. Ég hafði varla beð- ið í kortér. En nú vill hann ekki blanda mér í málið, og úr því þetta er eina leiðin til að sanna, að liann hafi ekkert verið við morðið riðinn, hef ég ákveðið — hvað sem um mig verður sagt hér í bænum, þó ég verði talin gjörspillt og verra en það! — að fara til lögreglunnar og segja frá öllu saman. Eg vildi bara áður leita ráða yðar, Hickens pró- fessor“. „Og ég ræð yð'ur frá að gera þetta, ungfrú Hart; það myndi, eins og þér segið, alveg eyði- leggja mannorð yðar í þessu kjaftasögubæli, og, það sem verra er: Lögreglan myndi ekki telja þetta neina sönnun. Trúið mér, ég þekki það — en það er ef til vill önnur leið. Ég hef nefni- lega athugað þetta mál ofurlítið, og ég á einmitt von á einum leynilögreglumanninum hingað . . . Svona, nú er hringt! Skyldi það' vera hann?“ Gamli maðurinn fór og lauk upp. Andartaki síðar kynnti hann hina taugaóstyrku ungfrú Hart fyrir leynilögreglumanninum og vísaði honum til sætis. í Scotland Yard þóttust menn varla hafa fjallað um einfaldara mál en þetta, og lögreglumaður- inn fór með ólund til að hlusta á hvað gamli prófessorinn hefði að segja. „Ég skal vera stuttorður“, hóf prófessorinn máls. „Yið vit- um, að strax eftir rifrildið við' frænku sína, hljóp William Clarke upp í herbergi sitt og skellti á eftir sér, ekki satt? Sömuleiðis hefur lögreglan gengið' úr skugga um, að í fleiri vikur hefur verið sterkur slag- HEIMILISRITIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.