Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 23

Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 23
beygingar. Hann virtist undr- andi af að hitta þar fyrir ókunna manneskju. Hann starði óvin- gjarnlega á mig. Svetlana varð taugaóstyrk og fór hjá sér. Hún flvtti sér að segja nokkur orð til skýringar. Stalín snerist á hæli og fór. „Honum er ekkert gefið um að sjá ókunnuga hér“, sagði stúlkan. Ég held, að Stalín forðist ó- kunnuga aðallega vegna þess, að hann óttast morðárásir. Svetlana sagði mér eitt sinn, að hann væri í stálbrynjum innanklæða, er hann kæmi opinberlega fram, til varnar skammbyssuskotum. „En þetta er leyndarmál“, flýtti hún sér að bæta við. „Þér megið ekki hafa orð á því“. Eg hitti marskálkinn nokkr- um sinnum, og að lokum virtist hann vera farinn að sætta sig við nærveru mína. En hann lét sem hann sæi mig ekki, fremur en þjónustufólkið og verðina. Stalín er miklu lægri og elli- legri en myndir af honum gefa til kynna. Hann var oft fölur, tekinn og þreytulegur. Orðróm- ur gekk um það í Moskvu, að hann þjáðist af hjartabilun. Hann var 65 ára, þegar ég sá liann fyrst. Erfiði stríðsáranna hafði auðsjáanlega revnt mjög á hann. Stjórnandi Rússlands st-jórn- HEIMILISRI-TIÐ aði fjölskyldu sinni með harðri hendi. Nánustu ættingjar hans þorðu ekki einu sinni að tala í návist hans, án þess að hann gæfi í skyn á sinn hranalega hátt, að hann æt.laðist til þess. Tíann var uppstökkur og ég hef heyrt hann ausa úr skálum reiði sinnar yfir georgiskan þjón. Hann hafði ekki háar hugmynd- ir um frönskunám Svetlana. „Þú ættir heldur að læra að búa til lobjo“, muldraði hann eitt sinn. Lobjo er georgiskur þjóðréttur. Eins smáatviks minnist ég sér- staklega. Andlit hans varð eitt sinn afmyndað af kvölum, og hann greip hendinni inn brjóst- ið. Hann tók í flýti glas upp úr vasa sínum og stakk nokkrum töflum upp í sig. Kona hans og dóttir skeyttu þessu engu, lík- lega vegna þess að hann hefur ætlast. til þess, en ég sá að þær vorn áhvggjufullar. Ég sneri mér frá meðan á þessu stóð, en ég sá í spegli hvað gerðist. Eins óvænt og hann hafði komið, fór hann út úr stofunni — þögull, kynlegur. Þrátt fyrir aldurinn bar hann það ætíð með sér að vera gæddur framúrskar- andi magni. Frá því fyrsta daginn er ég heimsótti Reria, vorum við hjón- in undir eftirliti leynilögreglunn- ar. Húss okkar var stöðugt gætt. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.