Heimilisritið - 01.11.1948, Side 48

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 48
Hún yppti öxlum og sagði: „Var það einungis? . ..“ „Já, það var ekki alvarlegt“, svaraði hann. Hún mælti: „Ég skildi ekki hvers vegna þú særðir mig á þennan hátt. Hvernig gaztu þetta?“ Hún var æst. „Ég var kannske þá skilningslítil. Vænti góðs af öllum. Eg er fróðari nú. Og það á ég þér að þakka“. Hann sat þegjandi. Hann þorði ekki að segja neitt. „Ég trúði þér, þegar þú sagð- ist vera í þessu þýðingarmikla taflfélagi. Eg var asni. Ég sat heirna og saumaði upphafsstaf- ina okkar í sængurföt“. „En við vorum ekki heitbund- in“, sagði hann. „Nei, við vorum ekki trúlof- uð', en höfðum þó oft um það rætt. Og síðar kom það upp úr kafinu, að' það var Inger, sem hindraði það. Þú varst með henni, þegar þú þóttist vera í taflfélaginu. Við vorum trúlofuð, þó að það væri ekki opinberlega. Og ég lagði í fyrstu ekki trúnað á þetta með ykkur Inger“. „Nei“, sagði hann með hægð. „Ég varð að flýja bæinn“, sagði hún, „til þess að verða ekki til athlægis“. Hann þagði. Hvernig átti hann að hjálpa henni? Bezt væri að drepa síðasta ástarneistann, sem hún bar í brjósti til Birgis. Eða átti hann fyrst að segja frá misgripum hennar og undirferli sínu. Myndi hún reiða sig á hann eftir að hann kæmi upp um sig? Hann hafði breytt eins og fífl. Að'eins hugsað um sjálfan sig. Svo sagði hann og var stirt um málið: „Ég verð að segja þér nokkuð óvænt. Ég verð að gera játn- ingu“. Svo sagði hann henni frá þrá sinni eftir vini, og hvernig hann hefði látizt vera annar en hann var. Er hann liafði lokið máli sínu horfði hann fullur eftir- væntingar á hana. Hún hló. Hún skellihló. „Þú hlærð“, sagði hann. „Hvað' segirðu um þetta? Hættu að hlæja“. Hún hætti að hlæja, horfði á hann tindrandi augum og sagði: „Þú hefur haft samvizkubit. Það er nægileg refsing“. Hann sagði: „Vissirðu að ég var ekki Birgir?“ Hún kinkaði kolli. „Vissirðu það frá upphafi? Varstu að leika þér að mér?“ „Nei“, svaraði hún. „I fyrstu áleit ég að' þú værir Birgir. En hvers vegna ég sagði þér sögu mína, veit ég ekki. Hún kom ó- sjálfrátt. Við Birgir vorum sama sem trúlofuð. Og þegar ég sá þig fyrst sýndist mér þú vera Birgir. En strax og við komum út á 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.