Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 39

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 39
af stað í mikla veiðiför“. Hún bætti við: „Það hljómar vel . . . og þér vitið ekki hve vel það á við“. Hún sneri sér að speglinum, reigði höfuðið þrjózkulega og hvíslaði: „Díana“. I augum Jönu var hún ímynd „gyðju ijóss- ins, drottningar engja og skóga, veiða og hernaðar, systur App- ollós“. Það var langt síðan Jönu höfðu komið þessi orð í hug! „María, hvað gerið þér, þegar þér eigið eitthvað í vændum, sem þér eruð viss um, að' yður muni heppnast, en eruð samtím- is hrædd við að láta yður mis- heppnast?" „Berja þrjú högg á tré“, svar- aði Jana og sló ósjálfrátt á litinn, sem hún hafði tekið upp af gólf- >inu. „Þakka!“ sagði ungfrú Blaithe og sló þrjú högg á litla tréöskju. Svo tók hún nokkra seðla upp úr borðskúffu, sem virtist full af peningum, tróð þeim í silfurlita pyngju og spurði: „Hverrar þjóðgr eruð þér, María?“ Jana hikaði. Svo leizt henni bezt að segja ekki satt. „Sviss- nesk“, sagði hiin og fékk að launum vorkunnsamt tillit. „Svissnesk. Jæja, þeir eru þó að minnsta kosti ekki móður- sjúk“, sagði ungfrú Blaithe. Jana fylgdi henni til dyra og fannst allt í einu hún vera orðin að engu í návist þessarar glæstu konu. En í dyrunum sneri ung- frúin sér við. „Ég kem ekki heim fyrr en eftir miðnætti. Bíðið eft- ir mér. Eg fer alltaf í bað áður en ég hátta. Fjörutíu stiga heitt. Ef þér verðið svöng, leitið í eld- húsinu. Eða biðjið um hvað sem yður langar í“. Svo fór hún án þess að kveðja. Jana horfði á eftir henni, lok- aði hurð'inni og stóð hreyfingar- laus um stund. „Þetta er líka Ameríka“, hugs- aði hún. Alit hennar á Enderberry hafði verið rétt. En ungfrú Blaithe var ekki nándar nærri eins afleit og hann hafði viljað vera láta. Svona falleg mann- eskja gat ekki verið slæm í raun og veru. Og henni kom á óvart, hve ung hún var — áreiðanlega ekki meira en tuttugu og átta ára. Hún hafði átt von á að hitta fyrir gamla norn. En hvort sem hún væri ung eða gömul, þá átti ungfrú Blaithe ekki að kalla hana Maríu, fannst Jönu. Þegar hún hafði hengt upp loðkápurnar, fór hún að' skoða íbúðina. Hikandi læddist hún inn í stóru setustofuna, sem var búin frönskum húsgöngum. Svefnherbergin voru tvö — annað hafði auðsjáanlega ekki verið notað nýlega. Svefnher- bergi ungfrú Blaithe var ný- HEIMILISRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.