Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 50

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 50
Sjálfsœvisaga hcrtogam af Windsor — 4- þáttur <k Elnangrun bernsku minnar lýkur Jólin. Þar sem að öllu gamni fylgdi talsverð alvara hjá okkur, var Hansel vanur að útskýra fyrir okkur kristilega þýðingu jóla- boðskaparins og ef til vill lesa fyrir okkur úr hinum þekktu jólasögum Dickens, nokkru fyrir jól, en mamma safnaði okkur að píanóinu til að' æfa jólasálma. Og til þess að minna okkur á skyldur þær, sem fylgdu ætterni okkar, höfðu foreldrar mínir okkur nærstödd á jólakvöld, er útbýtt var kjötgjöfum til leigu- liða búsins. Þetta var einstök athöfn. Á hvíta borðdúka hafði verið rað- að stóreflis, blóðugum nauta- kjötsstykkjum, er sérhvert var merkt þeim, er fá átti. Konung- ur og drottning sátu úti við dyrnar, til að heilsa leiguliðun- um um leið og þeir gengu í röð' fram hjá þeim. Karlmennirnir tóku í húfur sínar, en konur hneigðu sig að gömlum sið. Þegar heim kom fengum við te, en eftir það var klukkum hringt, er tilkynntu komu jóla- sveinsins. Við eltum hann í röð inn í danssalinn. Hinar stóru hurðir opnuðust, og í ljós kom gríðar- stórt grenitré úr skóginum, svo hátt, að það náði upp undir loft. Á því loguðu kertaljós og það var fagurlega skreytt, en kring- um það voru hvít borð, hlaðin gjöfum. Við börnin urðum ávallt að bíða þar til síðast, en það var okkur mikil raun. Þegar afi benti okkur loksins að koma, leið ekki á löngu þar til allur salurinn varð eitt umbúðahaf og bergmálaði af fagnaðarlátum og drunu’m véla- leikfanganna. Og svo á heimleiðinni, niður brekkuna, liittum við þorpskór- inn, sem var á leið upp að Stóra húsinu, til að svngja jólasálma fyrir konunginn. 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.