Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 13

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 13
FAKIRAR eru ekki FALSARAR EDWARD I. BYNG ,,Kaðal-bragðið“ er „bluff', en flest önnur indversk töfrabrögð eru ekta HÓPUR nafnkunnra lækna var samankominn í Aeolihöllinni í London. Eg var svo heppinn að vera viðstaddur. Við biðum óþolinmóðir, unz grannur, brúnn maður kom inn. Hann var kynntur fyrir okkur. Því næst var komið inn með tvo Ijái. Þeim var stillt upp með um það fjögra feta millibili og vissu hárbeittar eggjárnar upp. Nú verð ég einungis að lýsa því, sem ég sá — en allir, sem þarna voru samankomnir, sáu hið sama. Brúni maðurinn var dr. Tahra; hann var Egipti, út- skrifaður frá Sorbonne háskólan- um í París. Hann brosti aftur og lyfti hendinni upp að hálsin- um. Svo þrýsti hann þumalfingr- inum að stórri hálsæð. Hami féll samstundis í dvala, djúpan dvala. Líkaminn varð kynlega stirð'naður, eins og af krampa. Tveir aðstoðarmenn komu og lyftu honum gætilega upp á ljá- ina, hálsinn hvíldi á öðrum þeirra, öklarnir á hinum. Líkam- inn lá þarna stífur eins og fjöl. Þessu næst settust báðir menn- irnir á kviðinn á dr. Tahra. Hann var stífur sem áður. Eftir nokkra stund lögðu að- stoðarmennirnir dr. Tahra á gólfið. Hann vaknaði smám sam- an úr dvalanum. Þegar hann loks stóð upp, virtist hann öld- HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.