Heimilisritið - 01.11.1948, Page 27

Heimilisritið - 01.11.1948, Page 27
„Manneskjur eins og þig ætii að afmá" Sakamálcisaga eftir J. Anker ÞAÐ VAR hrásiagalegt októ- berkvöld um áttaleytið, þegar Hickens prófessor opnaði úti- dyrnar á húsi því, í útjaðri há- skólaborgarinnar, þar sem liann hafð'i á leigu fremur iitla og fá- tæklega íbúð. Hann staldraði við og hristi hið gamla stærð- fræðihöfuð sitt með vanþókn- un: nú voru þau enn farin að rífast, frú Warren, húsmóðirin, og frændi hennar, William Clarke, einn hjarfólgnasti nem- andi hans, er ætlaði að ganga undir embættispróf næsta sum- ar, og átti betra skilið, en föð- ursystir hans lét hann eiga í þessu húsi. „Og það get ég sagt þér“, heyrði Hickens hana öskra, „að þú erfir ekki grænan eyri eftir mig. Strax á morgun skal ég senda eftir lögfræðingnum, og þú skalt verða strikaður út úr erfðaskránni“. „Þú ert vond 'manneskja, frænka", svaraði William Clarke undarlega rólegri röddu; hann var annars oft töluvert æstur, hugsaði Hickens prófessor og andvarpaði. „Eg hika ekki við að segja, að manneskjur eins og þig ætti að afmá“. „Svo þú segir það', betlara- kvikindið“. Röddin brast af geðillsku, eða ef til var það af reykjarmekkin- um, sem sló út í ganginn til hennar úr herberginu með opnu giuggunum. Hún þagði, að minnsta kosti á meðan prófes- sorinn fór framhjá, og þegar hann var kominn upp til sín, hafði pilturinn þegar þotið' fram- hjá honum og inn í kvistherbergi sitt og skellt hurðinni aftur af öllum kröftum. Hickens var þó ekki fyrr kom- inn inn í sína íbúð, en hann heyrði á ný rifrildi neð'an frá frú Warren: „Ef þér haldið, að ég ætli að koma hingað í það óendanlega eftir þessum vesælu, þremur shillingum, þá skjátlast yður, kona góð!“ sagði gróf karl- mannsrödd, „þessvegna ákvað ég að korna hingað í kvöld, og HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.