Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 43

Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 43
stórum viðfelldnara, þegar hún horfði á þessa fáu muni frá ætt- jörð' sinni. Hún hrökk upp við hvella símahringingu. Það hringdi þrisvar, áður en hún komst til að svara. „íbúð ungfrú Blait,he“. „Priseilla heima?“ „Hver talar, með leyfi að spyrja?“ „John, bróðir hennar“. Nú varð hún að' vera fullkom- in — eins og Enderberry hafði komizt að orði. „Gott kvöld, herra“. „Er Priscilla heima eða ekki?“ „Því miður, herra. Ungfrú Blaithe er ekki heima“. „Hvert fór hún?“ „Því miður, herra. Eg veit það ekki. Hún sagði mér aðeins að búast ekki við sér fyrir mið- nætti“. „Hún sagði það, ha? Hver er svo þetta?“ „Þerna ungfrú Blaithe, herra“. „O, ein ný! . .. Jæja, segið henni, að ég sé í borginni og hún eigi að hringja til mín í klúbb- * ínn . „Hvaða klúbb, herra, ef ég mætti spyrja?“ „Hún veit það“. „Þakka yður fyrir, herra. Nokkuð fleira, herra?“ „Já, hafið mín ráð, og leggið niður þetta tilgerðarmál, annars kyrkir systir mín yður. ,Ef ég mœtti spyrja!‘ Góða nótt“. Jana lagði frá sér símann, skömmustuleg og reið. Hún hafði gert sér svo mikið far um að tileinka sér talsmáta þjón- anna í kvikmyndunum. ... Þrír aðrir menn hringdu. Henry Kayde, Hesse og Mor- ganti greifi. Þeir sögðust allir ætla að hringja aftur og báðu Jönu að skila beztu, virðingar- fyllstu, innilegustu kveðjum; „innilegustu“ var greifans. Og allir spurðu, hvort hún væri nýja þernan. Þeir tóku allir eftir því, að hún svaraði mjög blátt áfram — hún hafði farið að ráð- um Johns Blaithe. Eftir hverja hringúngu skrifaði hún niður tímann, nafn og heimilisfang og skilaboð og lagði það á málaðan glerdisk á stofuborðið. Hún hafði fundið lítið risshefti fyrir skilaboð hjá diskinum. Um klukkan ellefu kom geysi- stór karfa af rauðum rósum og hvítum liljum, og hún svipaðist um eftir stað' fyrir hana. Að lok- um ákvað hún að láta hana í svefnherbergið. .. . Hún gæti farið með þær seinna — því að hún vildi að ungfrú Blaithe sæi fyrst af öllu hve skilmerkilega hún hefði skrifað niður símboð- in. Þegar þessu var lokið, settist hún niður og beið. Framh. í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.