Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 47
samlegasta kona er hann hafði
nokkru sinni hitt á lífsleiðinni.
Hann átti erfitt með að' skilja,
að þetta væri veruleiki, en ekki
draumur. Hún var kát, hló og
hjalaði. Hún ávítaði hann annað
slagið, ef hann var eins og úti
á þekju. Honum tókst að tala
þannig að hana grunaði ekki, að
um misgrip væri að ræða. Hann
eyddi umræðum, er gátu snert
sameiginlega kunningja. Og þó
að hann vildi gjarnan vita eitt-
hvað' um John, forðaðist hann að
minnast á hann. Honum átti að
vera kunnugt, hvaða maður
haiin væri.
Síðar um kvöldið gengu þau
um Djurgárden. Það var kyrrt
og hljótt í skjóli hinna stóru
trjáa. Einstaka par gekk þarna
um gangstígana, eða sat á bekk.
„Komdu. Við setjumst hér“,
mælti hún, greip í hönd hans og
leiddi hann að bekk, er var rétt
við vatnið.
Þau settust. Hún hallaði sér
upp að honum og hann tók yfir
axlir hennar.
„Er þér kalt?“ spurði hann
lágt.
Hún hristi höfuðið og kvað nei
við.
Þau þögðu. Hann sá, að hún
var niðursokkin í hugsanir sín-
ar. Ef til vill var hún að hugsa
um hinn rétta Birgi.
„Manstu, þegar við sátum hér
síðast?“ spurði hún svo allt í
einu.
„Það er langt síðan“, sagði
hann.
„Já, bráðum tvö ár. Það var
í maí. Ertu búinn að gleyma
því?“
„Nei, ég hef ekki gleymt því“,
svaraði hann.
Hann var orðinn alvörugefinn
á svip. Hann vildi losna við að
ræða þetta mál. Það hafði eitt-
hvað komið fyrir milli hennar og
Birgis, sem hún mundi öðru bet-
ur, og sem verið hafði óþægilegt.
Honum kom til hugar að
reyna að bæta úr því.
Þessi stúlka var sú fyrsta, er
hann hafði kynnzt og óskað' eft-
ir að skiljast aldrei við. Og svo
ætlaði hann sarnt að sætta hana
við mann, sem hann var sjálfur
staðgengill fyrir. Það var ein-
kennilegt.
Helzt hefði hann kosið að út-
liúða þessum Birgi. En það mátti
hann ekki. Hann hafði náð' sam-
bandi við stúlkuna á sviksam-
legan hátt. Og hann hafði engan
rétt til hennar. Þau myndu
skilja innan lítillar stundar, og
eðlilegast væri, að liann bætti
fyrir liinn manninn. En hann
elskaði hana.
Skyndilega mælti hún: „Hittir
þú Inger ennþá?“
Hann sá að henni var brugðið.
„Nei, nei“, svaraði hann.
HEIMILISRITIÐ
45