Heimilisritið - 01.11.1948, Side 4

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 4
Nýtt hlutverk, ný eiginkona SMÁSAGA EFTIR PEARL S. BUCK Siyjús DaSason þýddi Hún breyttist eftir liverju nýju hlutverki, sem hún fékk, og var aldrei sú stúlka, er hann hafði kvænzt. MAXWELL COOMBS sat í vinnustofunni í sínu ágæta húsi og beið eftir Fransesku, konu sinni. Þetta var fallegt herbergi með stórum glugga, sem sneri út að grasflöt, hallandi niður að litlum læk. Runnar, staðsettir af mikilli natni, földu þá staðreynd, að nágrannar voru á þrjár hend- ur. Hvorki Franseska né liann hefðu kært sig um að vera án nágranna, en þau kærðu sig ekki lteldur um að sjá þá í hvert skipti sent þau litu út um gluggann. Það er að segja, hann bjóst við að Franseska væri sammála honum að þessu leyti. Hann gat aldrei verið viss um neitt tvo daga í röð. Eðli hennar hafði ver- ið nokkurn veginn óbreytt sein- ustu tvö árin, meðan hún lék að- alhlutverkið í Broadway-leikrit- inu Þrisvar sinnum einn. Þessi tvö ár hafði hann vanið sig á að lifa með konu, sem liann vissi að var eiginkona hans, Franseska Coombs, fædd O’Malley, en hún var alls ekki sú Franseska, er hann hafði kvænzt. Reyndar hafði hann ekki heldur kvænzt þeirri Fransesku, sem hann hafði orð'ið ástfanginn af. Sú Franseska, sem hann hafði fyrst hitt og orðið ástfanginn af, lék aukahlutverk í Gullnu khikkunni, en þegar hann kvæntist henni hafði hún á hendi aðalhlutverkið í Hinu leit- andi hjarta. Hún var þá ekki lengur rösk, kornung stúlka, heldur óframfærin, varkár, ung kona frá Maine, sem hét. Clem- ence Partridge í leikritinu. Hann varð ákaflega hissa, þeg- ar liann uppgötvaði það, og lét meira að segja í Ijós óánægju 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.