Heimilisritið - 01.11.1948, Side 11

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 11
Það hafði hún ekki gert. En þegar skömmu síðar var til- kynnt, að Eunice France ætti að taka við hlutverki hennar í Fransesku, fékk hún nóg af til- boð'um um hlutverk. Hún valdi aðalhlutverkið í Lady Susan, sem þegar hafði farið sigurför í London og vakið mikið umtal í langan tíma. IMax las leikritið yfir og varð móti vilja sínum að viðurkenna að það væri gott, og Lady Susan hefði líka góðar hliðar, enda þótt liann áliti hana vera snobb. Samt áleit hann, að hann gæti þolað hana eitt eða tvö leikár og bjó sig af þolinmæði undir breyting- una. ÆFINGARNAR gengu ekki mjög vel. „Eg hef leikið Erans- esku allt of lengi“, kvartaði Lady Susan. „Ég get ekki almennilega losnað við hana aftur“. Hún varð uppstökk og erfið, og Maxie litli fór að verða grát- gjarn. Max hugsaði meira um drenginn en áður og reyndi að róa hann með' því að útskýra fyrir honum, hvað það þýddi að vera leikkona. Því miður var hann. ekki viss um að drengurinn skildi hann. „Heyrðu, Fran“, sagði Max eftir nokkrar vikur með Lady Susan, þegar hún var einmitt að koma heim frá aðalæfingunni, „ég held það sé eitthvað að drengnum“. „Það vona ég að’ guð gefi að ekki sé“, sagði hún annars hug- ar. „Nú, þegar ég er loksins far- in að ráða við þetta hlutverk“. Þau gengu upp stigann saman og hann sá, að það var í raun og veru Lady Susan, sem gekk við hliðina á honum. Rödd henn- ar hafði breytzt, hún bar höfuð- ið eins og óstyrkur veðhlaupa- hestur og hengdi axlirnar í hin- um vel saumaða tweedklæðtiaði. Hann andvarpaði og opnaði dyrnar að barnaherberginu. Maxie vaknaði við ljósið. Hann brosti til föður síns og starði á móður sína með kringl- óttum, hræddum augum. Munn- urinn fór að skjálfa. „Halló, Maxie, strákurinn þinn, hvað er að?“ Það’ var Lady Susan, sem spurði. Maxie sendi henni styggðar- legt augnaráð og fór að baula. Max lyfti barninu strax upp og þrýsti því huggandi að sér. „Já, en hann er hræddur við mig“, andvarpaði hún. „Nei, ekki við þig, heldur við Lady Susan“, sagði Max. „Okk- ur finnst þetta báðum dálítið erfitt, nú þegar við' erum orðnir vanir við Fransesku. En þú skalt ekki taka það nærri þér, hann venzt því, þegar hann verður eldri. Sjáðu til, Fran, lítil börn HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.