Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 58
Preds og kreisti hana af fullri ástríðu. „Hjálp!“ hrópaði hún af öllum mætti og kastaði sér fram. „Hjálp!“ hrópaði hún. „Hjálp!“ Um leið og hún kastaðist á- fram, veltust þau bæði niður í baunabeðið, bældu niður bauna- grasið eða rifu það upp. Hún hljóðaði og klóraði, en Ben var ákveðinn og hélt henni fastri af öllum kröftum. Hann dró upp ljósrauðu kvenbuxurnar. Þau kútveltust fram og aftur og rifu u])p fleiri baunastikla. Ben barð- ist við að koma henni í buxurn- ar. Hann kom öðrum fætinum gegnum aðra skálmina. Þau velt- ust beðið á enda og eyðilögðu öll baunagrösin. Fred mundi á- reiðanlega taka upp í sig yfir baununum sínum þegar hann kæmi heim! Ben másaði og stundi eins og hestur fyrir níðþungu æki, en hann gat ekki komið hinum fæt- inum í hina skálmina. Þau velt- ust út að girðingunni, og kona Freds hætti að fljúgast á. Hún settist upp og horfði á Ben í moldinni. Þau voru bæði brún og útötuð í mold, og svitinn draup af Ben gegnum moldar- grímuna. „Ben Hacktet, hvað er það, sem þú gerir?“ skirpti hún út úr sér gegnum moldina, sem andlit hennar var atað í. Ben sleppti fæti hennar og leit upp. Hann sagði ekkert. Hún stóð á fætur, stakk fætinum gegnum tómu skálmina og dró buxurnar upp undir pilsið. Það var nú þangað, sem hann hafði alltaf verið að bisa við að koma þeim. Fjandinn hirði það allt! Ben stóð upp og dustaði af sér. Hann fylgdi henni eftir yfir garð- inn og upp að útidyrum húss- ins. „Bíddu hérna“, skipaði hún. Hún kom út aftur að vörmu spori með vatn í þvottaskál og handklæði. „Þvoðu þér í framan og um hendurnar, Ben Hackett“, skip- aði hún þar sem hún stóð yfir honum í ljósrauðu buxunum. Ben gerði eins og honum var sagt. Þegar hann var búinn að þvo sér dustaði hann dálítið af buxunum sínum. „Það var gríðarlega fallegt af þé að lána mér handklæði og vatn“, sagði hann í viðurkenn- ingarróm. „Nú ertu nokkurn veginn í lagi til að komast. heim“, sagði hún, og kenndi einnig viðurkenn- ingar í röddinni. „Vertu sæl og bless“, sagði Ben. „Vertu sæll og bless“, sagði kona Freds. E N D I R 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.