Heimilisritið - 01.11.1948, Page 58

Heimilisritið - 01.11.1948, Page 58
Preds og kreisti hana af fullri ástríðu. „Hjálp!“ hrópaði hún af öllum mætti og kastaði sér fram. „Hjálp!“ hrópaði hún. „Hjálp!“ Um leið og hún kastaðist á- fram, veltust þau bæði niður í baunabeðið, bældu niður bauna- grasið eða rifu það upp. Hún hljóðaði og klóraði, en Ben var ákveðinn og hélt henni fastri af öllum kröftum. Hann dró upp ljósrauðu kvenbuxurnar. Þau kútveltust fram og aftur og rifu u])p fleiri baunastikla. Ben barð- ist við að koma henni í buxurn- ar. Hann kom öðrum fætinum gegnum aðra skálmina. Þau velt- ust beðið á enda og eyðilögðu öll baunagrösin. Fred mundi á- reiðanlega taka upp í sig yfir baununum sínum þegar hann kæmi heim! Ben másaði og stundi eins og hestur fyrir níðþungu æki, en hann gat ekki komið hinum fæt- inum í hina skálmina. Þau velt- ust út að girðingunni, og kona Freds hætti að fljúgast á. Hún settist upp og horfði á Ben í moldinni. Þau voru bæði brún og útötuð í mold, og svitinn draup af Ben gegnum moldar- grímuna. „Ben Hacktet, hvað er það, sem þú gerir?“ skirpti hún út úr sér gegnum moldina, sem andlit hennar var atað í. Ben sleppti fæti hennar og leit upp. Hann sagði ekkert. Hún stóð á fætur, stakk fætinum gegnum tómu skálmina og dró buxurnar upp undir pilsið. Það var nú þangað, sem hann hafði alltaf verið að bisa við að koma þeim. Fjandinn hirði það allt! Ben stóð upp og dustaði af sér. Hann fylgdi henni eftir yfir garð- inn og upp að útidyrum húss- ins. „Bíddu hérna“, skipaði hún. Hún kom út aftur að vörmu spori með vatn í þvottaskál og handklæði. „Þvoðu þér í framan og um hendurnar, Ben Hackett“, skip- aði hún þar sem hún stóð yfir honum í ljósrauðu buxunum. Ben gerði eins og honum var sagt. Þegar hann var búinn að þvo sér dustaði hann dálítið af buxunum sínum. „Það var gríðarlega fallegt af þé að lána mér handklæði og vatn“, sagði hann í viðurkenn- ingarróm. „Nú ertu nokkurn veginn í lagi til að komast. heim“, sagði hún, og kenndi einnig viðurkenn- ingar í röddinni. „Vertu sæl og bless“, sagði Ben. „Vertu sæll og bless“, sagði kona Freds. E N D I R 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.