Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 62

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 62
hverja samsetninguna á fætur annarri, aðeins til að hrista höf- uðið, þegar Betty spurði hann syfjulega hinnar venjulegu spurningar: „Nokkur árangur, vinur minn?“ þegar hann skreið upp í rúmið dauðþreyttur. Hann varð fölur og lioraður eftir því sem lengra leið, en hann hélt á- fram leit sinni. Ákveðinn í að ná marki sínu sníkti hann og fékk að láni efnivörur og áhöld, þang- að til eina nótt, að í steypumóti hans lá skínandi málmhnullung- ur. Hann tók hann upp og lét hann falla á horðplötuna. Hann rak upp siguróp, því að í stað hins dumba hljóðs alúmínsins heyrði hann liarðan hljóm stáls- ins. Hann gerði hinar nauðsynlegu prófanir á málminum í flýti. Hann hafði fundið það — alú- miníum, sem var jafnsterkt stáli og þó ekki þvngra en venju- legt alúminíum. Hann þaut inn í svefnherbergið' og reif Betty upp úr fastasvefni. „Betty! Eg hef fundið það! Nú eru áhyggj- ur okkar búnar!“ Þau fóru saman inn í rann- sóknarstofuna, þar sem Ravenal leit yfir athuganir sínar og end- urtók tilraunina. Nei, það var enginn efi. Hann skrifaði for- múluna á auða síðu í vasabók- inni sinni, lagði bókina á vinnu- borðið og fór að hátta. Þau Betty lágu vakandi nokkra stund og gerðu framtíðaráætl- anir, unz þau sofnuðu loksins fyrsta rólega svefninum í marga mánuði. Næsti dagur myndi verð'a upphaf nýs lífs. Morguninn kom, og eftir að hafa glevpt í sig morgunmatinn, flýtti Ravenal sér inn í rann- sóknarstofuna til að ná í vasa^ bókina. Hann ætlaði fyrst að tala við Trístabe Steel. Það myndi ekki vera of mikið að fara fram á fjórðung milljónar. Og á morgun gæti hann talað við fasteignasala um hæfilegt hús. Peningar! Peningar! Hvíld, vinnufriður! Þessar hugsanir þutu gegnum höfuð hans, þegar hann opnaði dyrnar að' vinnu- stofunni. Sterk sýrulykt streymdi á móti honum, þegar hann gekk inn. Það lá við að hjarta hans stöðvaðist, þegar hann leit á vinnuborðið. Sýruflaska hafði oltið um og innihaldið mvndaði poll á borðinu, og í miðjum poll- inum lá vasabókin eins og svampkennd, fiil hrúga og var að' leysast upp. Athugasemdirn- ar í henni voru þegar algjörlega ólæsilegar. Ravenal hneig niður í stól og huldi andlitið í hönd- um sér. Nú varð hann að reyna að muna formúluna. Hann stökk upp og fór að koma áhöldunum fvrir. Nokkur 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.