Heimilisritið - 01.11.1948, Side 57

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 57
flíkina vaiiega fram og hélt lienni upp að augunum. Honum var ekki fullkomlega ljóst hvað þetta var, en vissi þó að það var eitthvað sem kvenfólk íklæddist. Það var ljósrautt og það var úr silki og leit lagiega út. Og það fór mjög lítið fyrir því. Ben giápti og góndi, ruglaður og hlessa. ,,Ja, hver rækallinn, Crom- \vell“, sagði Ben og sleikti út um, „hvað þekkir þú til svona hluta?" Cromwell og hryssan voru farin að bíta við vegbrúnina og kærðu sig kollótt. Ben athugaði kvenbuxurnar nánar og velti þeim hægt í hönd- um sér. „Þetta er eitthvað á kvenfólk, áreiðanlega, Cromwell“, sagði Ben tvístígandi af æsingu. „Þetta er eitthvað á kvenfólk, já, það er alveg víst og áreiðan- legt!“ Með buxurnar hátt á lofti, klifraðist Ben upp í vagninn og ók út á þrjóðbrautina. Flíkin var mjúk og mjög þægilegt að hand- fjalta, og það var líka góð lykt af henni. Meðan liann ók eftir veginum hugsaði liann um kvenbuxurnar. Þær fylltu hann löngun til að liafast eitthvað að, umfram hið venjulega. en hann vissi ekki hvað gera skyldi. Þegar hann kom að bæ Freds Williams, stöðvaði hann hestana. ICona Freds stóð álút í garðinum. Ben stakk buxunum í buxnavasa sinn. „Fínt veður í dag, frú Willi- ams“, kallaði hann glaðlega, og röddin sprakk kjánalega í kverk- um hans. „Hvar er hann Fred núnaP“ „Fred er farinn til borgarinn- ar“, svaraði hún og leit í kring- um sig, þar sem hún stóð álút i garðinum. Ben læddi hendinni nið'ur í* buxnavasann og þuklaði flíkina. Jafnvel þótt hún væri í vasan- um og hann gæti ekki séð hana, olli hún óvenjulegum tilfinning- um. Ben batt hestana við vagninn og gekk inn í garðinn til konu Freds. Hún var að tína baunir í kvöldmatinn. Hún var ekki svo ósjáleg. Nei, hreint ekki! Hann horfði á hana, þar sem hún tíndi baunirnar af stiklun- um, og hann gekk hringinn kringum hana og stakk hendinni niður í vasann með buxunum. Konan sagði ekki margt, og Ben sagði alls ekki neitt. Honum vaT nú farið að líða þannig, að hann gat fundið til buxnanna án þess að hann snerti þær með höndun- um. Allt í einu greip liann báðum höndum utan um konuna hans HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.