Heimilisritið - 01.11.1948, Side 30
bankann og tók út peninga. Hún
las um bankahrun einhversstað-
ar og þaut af stað. Hún kom rétt
fyrir lokun í gær. Þar var troð-
fullt af fólki og auk þess einhver
náungi, sem betlaði og gerði
uppsteit, svo það varð að fleygja
honum út. Og eins og venjulega
varð einn al' yngstu að'stoðar-
mönnunum að fylgja henni
heim. Frændinn kom rétt í því
að bankaþjónninn skildi við
hana ... Þér búið uppi?“
„Það geri ég“, sagði Hickens
og leit ósjálfrátt upp í loftið —
og svo strax niður, og þrátt fyr-
ir augljósan ótta, færði hann sig
nær líkinu og laut niður að
þrútnu andlitinu.
„Hafið þér tekið eftir þessu?“
spurð'i hann.
„Já, ekkert fer framhjá okk-
ur. Það er einungis ofurlítið
múrduft úr loftinu. Við höfum
líka yfirheyrt rukkarann, og við
vitum þetta: Konan sú arna hef-
ur verið kvrkt eftir klukkan níu,
því að þangað til stóð hann
framan við dyrnar, án þess
Clarke færi framhiá honum. En
á eftir hefur leikurinn hafizt!
Nú, hún kvað hafa haldið í við
liann, og hann hefur haft aur-
anna þörf. Hún hefur nú víst
ekki verið sérlega viðmótsþýð',
en lögin leyfa nú einu sinni ekki
svona nokkuð. Hann hefur þó
lifað afar reglusömu lífi og hegð-
að sér vel að öðru leyti. Það er
áreiðanlega stúlkukorn með í
spilinu, skuluð þér sjá. — Sann-
ið þér til, prófessor!“
Og Hickens prófessor fékk að
sannreyna það'.
Það var stúlka — og hún sat
nokkrum dögum síðar uppi í
skrifstofu hans, óhamingjusöm
og útgrátin, falleg og aðlaðandi,
ung stúlka, dóttir eins af há-
skólakennurunum. Hún stóð ut-
an við dvrnar lijá honum, er
hann staulaðist upp stigann í
næstum mannlausu húsinu.
Hann þekkti hana strax.
„En ungfrú Hart, hvers vegna
standið þér hér? Ætlið þér að
tala við mig?“
Hún kinkaði kolli, en kom
ekki upp orði fyrir þungum,
þöglum grátekka, svo hann ýtti
henni gætilega inn í skrifstofu
sína, þar sem eldur skíðlogaði á
arni, og lét hana setjast í stól
hjá arninum.
„Og segið mér svo hvað yður
er á höndum“, sagði prófessor-
inn.
„Það er viðvíkjandi Will,
William Clarke“, stamaði hún
enn hálfgrátandi og reyndi að'
þerra tárin úr augunum.
„— Will og mér — þykir vænt
hvoru um annað — og ég veit
ekki hvað ég á að gera. En af því
hann hefur ætíð talað svo vel
28
HEIMILISRITIÐ