Heimilisritið - 01.11.1948, Side 9

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 9
gekk um í vinnustofunni og nag- aði neglur sínar af taugaæsingu. Klukkan var nærri tólf, þegar dyrnar oþnuðust loksins. Sam- stundis vissi hann það. Linda var horfin. I stað hennar var komin ástúðleg, viðkvæm kona, eðlileg, tilfinninganæm, skyn- söm, göfug kona, sem elskaði börn — og ekki aðeins sín eigin börn. Hún stóð við dyrnar og þrýsti handritinu að brjósti sér. Hann gekk til hennar og tók það af henni, til að láta það falla niður á stól. ,.En Franseska, þú hefur grátið“. Hún kinkaði kolli. „Eg gat ekki gert að því“, sagði hún auð'- mjúklega. „Því þú hefur gert mig alveg eins og ég vil helzt vera, Max! Ó, Max, þetta er dá- samlegt leikrit! Eg vil gjarnan leika í því — alltaf!“ Hann tók liana í faðm sér og hélt lienni lengi upp að sér, án þess að segja nokkuð. ÆFINGARNAR hófust og hún renndi Lindu af sér eins og kjól, sem er orðinn of lítill. „Hvað ég er orðin þreytt á þess- ari leiðinlegu telpu!“ sagði hún. Og hún var Franseska hans í hverri taug. Hrifning hennar gerði hann órólegan. „Segjum nú að leikritið sé alls ekki gott“, sagði hann eitt kvöld. „Eiginlega erum við bæði aðila^; að málinu, við getum ekki séð það hlutdrægnislaust“. Hún rauk upp. „Svona eru gagnrýnendur! Byrja strax að rífa niður leikrit, áður en búið er að setja það á svið!“ „Eg er bara að hugsa um þig“, sagði hann. „Eg get ekki hugsað mér, að þú íarir í hundana“. Hún brast í grát og vildi ekki láta huggast. „Það er þegar of seint. Eg er orðin þín Franseska — alveg í gegn“. Allt í einu hætti hún að gráta og horfði á hann með nýjan glampa í sínum fallegu augum. „Hvað er nú?“ sagði hann óró- lega. „Eg er þó konan þín, Max“, hvíslaði hún. „Eg vildi gjarnan fæða þér barn“. Hann varð hræddur. Hann sagði við sjálfan sig, að það' væri heimskulegt að láta hana eignast barnið, sem hann óskaði svo heitt, núna þegar hún átti að leika erfiðasta og stærsta hlut- verkið í lífi sínu. Hann sat fal- inn í stúku og horfði á leikritið halda sína braut á sviðinu, og við hvert vel heppnað atriði varð hann hræddari. Hvað hafði liann gert? Hann hafði skapað Fransesku drauma sinna, en hún hafði lvft draumum hans lengra en þeir náðu. „Hevrðu nú“, hvíslaði hann þögull að sínu ó- HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.