Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 53

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 53
S j óliðsf oring j aef ni. Hér á dögunum, þegar ég var að hugsa um þær breyting- ar, sem orðið hefðu á lífi mínu frá því í bernsku, kom mér til hugar, að' sennilega hefði aldrei orðið meiri breyting á því, en þegar einkalifi mínu sleppti. Ég ólst upp áður en ljósmynd- irnar urðu algengar. Það kom sjaldan fyrir, að við þekktumst á götu, og ef það kom fyrir, þá var okkur heilsað á vingjamleg- en hátt, eða ef um var að ræða hirðfólk eða ættingja, þá með því að hattinum var lyft lítil- lega. Arið 1907 lauk einangrað'ri bernsku minni og ég hóf undir- búninginn að lífsstarfi mínu, sem faðir minn hafði valið mér Ég var tólf og hálfs árs og því nógu gamall til að taka inntökupróf í s jóliðsf oringj askólann. Fyrsta raunin var munnlegt próf, sem framkvæmt var af stranglegum flotaforingjum og skólameisturum. Ein spurningin, sem lögð var fyrir mig, var sú, hvort ég væri myrkfælinn, og ég hafði varla stunið upp lágróma neitun, er ég var spurður, hver væri eftirlætis rithöfundurinn minn. Nokkrum dögum síðar var mér tilkynnt, að ég gæti tekið þátt í skriflegu prófi. Hér kom vissulega reynsla á það', hvað ég Þorpskennarinn Walter Jones var vanur að jara með okkur í langar göngujerðir og frœða okkur uni jurta- og dýralíjið. hefði lært hjá Hansel. Ég lá lengi vakandi það kvöld. Tveim- ur vikum síð'ar sat ég, ásamt nokkrum hundruðum drengja frá margskonar skólum, allstað- ar að í Bretlandi og nýlendun- um, í prófsal miklum í London, og í þrjá daga barðist ég í próf- inu. Það voru ekki nema 67, sem gátu komizt að, og ég fór út úr salnum með þá bæn á vörum, að ég stæðist prófið. Eftir margra daga spenning tilkynnti faðir minn, að ég hefði náð prófi inn í sjóliðsforingja- skólann, og í maí-mánuði átti ég að ganga í Konunglega flota- skólann í Osborne. HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.