Heimilisritið - 01.11.1948, Side 37
flókahattur, regnkápa, gi-annir
fætur, lághæla skór, dálítið fá-
tækleg, en snyrtileg.
Þau urðu samferða út. Það
rigndi eins og hellt væri úr föt-
um, og köld vindstroka stóð fyr-
ir hornið. Enderberry tók eftir
því, að hún skalf innan í þunnri
kápunni. Hann veifaði til leigu-
bíls og sagði: „Eg fer sömu leið,
ég skal aka yður“.
Þegar þau voru komin af stað,
sagði hann: „Hvar lærðuð' þér
ensku?“
„Af Oxfordstúdentum, sem
komu til að stunda skíðaíþrótt
á veturna“.
„Hvar var það?“
„I Kitzbiihel, í Týról, þar sem
ég ólst upp“.
„Málið, sem þér töluðuð í sím-
ann — var það tékkneska?“
„Já. Mamma er tékknesk;
pabbi var austurrískur“.
„Hvað starfar hann?“
„Ég veit það ekki“.
„Þér vitið það ekki?“
„Við höfum ekkert frét't“.
„Nú, en hvar er hann?“
„Við' vitum það ekki. Vichy-
stjórnin lét handtaka hann“.
Hún sagði það rólega, en hann
tók eftir skjálfta í röddinni.
J. W. Enderberry var hörku-
tól, en þó hrifnæmur maður.
Hann langaði til að spyrja fjölda
annarra spurninga, en raddblær
hennar stöðvaði þær í hálsi hans.
Hann kom ekki upp orði fyrr en
bíllinn stanzaði fyrir utan Baro-
dy gistihúsið. „Ileyrið þér“,
sagði hann, „þér ættuð ekki að
fara upp. Ég skal útvega yð'ur
annað starf“. Svo langaði hann
til að bæta við: Og ég skal gefa
yður þessa þrjátíu dollara, en
kom ekki upp orðunum. Stoltið
og festan í svip hennar hindraði
hann.
„Ég hef tekið þessu starfi, og
ætla mér að halda því. . . . Og
ekki aðeins í fáeina daga. Ég
þaklca yður innilega, Ender-
berry. Verið þér sælir“.
Hann horfði á eftir henni, er
hún hljóp í rigningunni inn um
dyrnar, og leið verr en honum
hafði liðið lengi. Vesalings stúlk-
an, hún vissi ekki hvað hún átti
í vændum!
Annar kafli
BARODY gistihúsið var eitt
hið dýrasta í borginni og stóð
við Fimmtugötu andspænis
Central Park. Þar bjuggu marg-
ir Ameríkumenn, sem vegna
stríðsins neyddust til að
skemmta sér í New York í stað
París eða London. Á bréfmiða
Jönu stóð': „íbúð B—11“. Hún
fann til eftirvæntingarkvíða á
leiðinni upp með lyftunni. Hún
vissi ekki hvert hún átti að
halda, þegar lyftan staðnæmdist
HEIMILISRITIÐ
35