Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.11.1948, Blaðsíða 60
atbeina hans er henni veitt stað- an. Þau George og Olivia kynnast út af þessu, og þegar faðir henn- ar deyr síðar í bílslysi, giftist George henni. Þau ferðast til London og hitta þingmann kjör- dæmisins, Wetherall (J. D’- Albie), sem kynnir þau fyrir á- hrifamiklum stjórnmálamanni, er heitir Mangin (Reginald Tate). Wetherall hefur í hyggju að hætta þingmennsku og það verður úr, að George er fenginn til að' fara næst í framboð í hans stað. Barnaveikisfaraldur brýzt út í Browdley. George hættir fram- boðsfundunum og hjálpar vini sínum Whiteside lækni (Trevor Howard), til að vinna bug á veikinni. Hann er viðstaddur, þegar frú Margan deyr, er hún fæðir Julie, sem Whiteside tekur í fóstur. George og Olive verða fyrir þeirri sorg að missa litla soninn sinn. Svo ákveður George að hætta við framboð sitt. Olivia, sem er skefjalaust metorðagjörn, getur ekki fellt sig við þessa ákvörð- un Georges og skilur við' hann. Einn og yfirgefinn leggur nú George alla krafta sína fram við að bæta lifnaðarhætti borgarbúa og verður að lokum borgarstjóri. I lok síðari heimsstyrjaldar er Julie (Patricia Roc), uppeldis- dóttir Whitesides læknis, orðin tvítug stúlka og hjúkrar í sjúkra- húsi borgarinnar. Kvöld eitt, þegar loftárásarmerki er gefið, hittir George undan flugforingja, Charles Winslow (Richard Carl- son), sem er sonur Olivia frá seinnna hjónabandi. Charles skýrir honum frá því, að móðir sín sé að flytja aftur til Browd- ley og ætli að starfrækja Chann- ingverksmiðjurnar. Julie og Charles verða ást- fangin hvort af öðru. Hann lend- ir í flugslysi og hlýtur mikið ör í andliti. George verður þess vís, að Olivia hefur mikið áhrifavald yfir syni sínum og muni ætla að afstýra giftingu elskendanna, einungis af því að hún er svo eigingjörn, að hún vill hafa son sinn út af fyrir sig sjálf. Og það er meira, sem George veit nú, að er misjafnt í fari hennar. Olivia fær ekki sínu fram- kvæmt í þetta sinn. George kem- ur í veg fyrir það. Hann rifjar upp fyrir henni ýmislegt, sem hann veit um hana og sem lýsir innræti hennar. Fyrir hans til- stilli kvænist Charles Julie og losnar undan áhrifavaldi móður sinnar. Það er gefið merki um, að styrjöldinni sé lokið. Vinirnir George og Whiterside fagna unn- um sigrum. ENDIR 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.