Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 38
á hæðinni. En brátt áttaði hún
sig og fann gráar dyr með stóru
„B“ úr skínandi málmi. Hún
herti sig upp, setti á sig einbeitt-
an svip og hringdi dyrabjöllunni.
Dyrnar opnuðust samstundis,
rétt eins og einhver hefði staðið
og beðið eftir hringingunni.
Glitrandi ljósadýrð' blasti við
Jönu og blindaði hana eftir hálf-
rökkrið í ganginum. Ekki ein-
ungis ljósin, heldur einnig kon-
an í dyrunum — ung, skínandi,
há og grönn, klædd drifhvítum
samkvæmiskjól, glitraði and-
spænis henni. Um hálsinn bar
hún ljómandi perlufesti; munn-
urinn var rauður; augun stór og
döklc, skær og áköf; hárið greitt
aftur, dökkt og eins og gyllt kór-
óna í vöngunum. Jana hrökk við,
er rödd, dökk eins og augun og
liárið, spurði: „Hvað viljið þér?“
„Enderberry sendi mig. Eg er
nýja einkaþerna ungfrú Blaith-
es“.
„Komið inn. Látið fara vel
um yður. Eg er ungfrú Blaithe.
Hvað heitið' þér?“
„Jana“.
„Jana! Pú! Við erum ekki að
leika í kvikmynd. Eg kalla yður
Maríu eins og allar hinar. Réttið
mér hreysikattarskinnkápuna“.
Jana hafði smeygt sér úr káp-
unni. Hún lagði liana á næsta
stól, tók af sér hattinn og leit í
kringum sig. A gólfinu fyrir
framan opinn klæðaskáp lágu
nokkrar loðkápur, dreifðar eins
og þeim hefði verið íleygt þar í
reiði. Jana sá hreysikattarskinn-
kápuna hanga inni í skápnum,
sté varlega milli feldanna á gólf-
inu, tók kápuna og hjálpaði ung-
frú Blaithe í hana. An þess að
segja orð, fór hin nýja húsmóðir
hennar inn í næstu stofu, stað-
næmdist franuni fyrir spegli,
sem náði frá lofti til gólfs, og
skoðaði sjálfa sig gaumgæfilega.
Jana fylgdi á eftir henni.
„Bláa augnabrúnalitinn“.
Ungfrú Blaithe benti með höfð-
inu á langt glerborð, þakið fjölda
af krukkum, glösum og litabauk-
um. Þar voru þrír mismunandi
bláir litir. Jana valdi þann
dekksta. Hún var heppin. Ung-
frú Blaithe færði sig nær spegl-
inum og litaði augabrúnir sínar
vandlega. Að loknu rétti
hún frá sér litinn, en þar eð Jana
var ekki nógu fljót til, datt. liann
á gólfið. Um leið sneri hún sér
við og spurði: „Hvernig lít ég
út?“
„Eins og —“. Jana þagnaði,
ekki af vandræðum, heldur til
að finna rétta samlíkingu. „Eins
og — eins og Díana að leggja af
stað í mikla veiðiför“.
Eitt andartak horfði ungfrú
Blaithe á hana undrandi, og end-
urtók síðan hvert orð með' á-
herzlu. „Eins og Díana að leggja
36
HEIMILISRITIÐ