Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 38

Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 38
á hæðinni. En brátt áttaði hún sig og fann gráar dyr með stóru „B“ úr skínandi málmi. Hún herti sig upp, setti á sig einbeitt- an svip og hringdi dyrabjöllunni. Dyrnar opnuðust samstundis, rétt eins og einhver hefði staðið og beðið eftir hringingunni. Glitrandi ljósadýrð' blasti við Jönu og blindaði hana eftir hálf- rökkrið í ganginum. Ekki ein- ungis ljósin, heldur einnig kon- an í dyrunum — ung, skínandi, há og grönn, klædd drifhvítum samkvæmiskjól, glitraði and- spænis henni. Um hálsinn bar hún ljómandi perlufesti; munn- urinn var rauður; augun stór og döklc, skær og áköf; hárið greitt aftur, dökkt og eins og gyllt kór- óna í vöngunum. Jana hrökk við, er rödd, dökk eins og augun og liárið, spurði: „Hvað viljið þér?“ „Enderberry sendi mig. Eg er nýja einkaþerna ungfrú Blaith- es“. „Komið inn. Látið fara vel um yður. Eg er ungfrú Blaithe. Hvað heitið' þér?“ „Jana“. „Jana! Pú! Við erum ekki að leika í kvikmynd. Eg kalla yður Maríu eins og allar hinar. Réttið mér hreysikattarskinnkápuna“. Jana hafði smeygt sér úr káp- unni. Hún lagði liana á næsta stól, tók af sér hattinn og leit í kringum sig. A gólfinu fyrir framan opinn klæðaskáp lágu nokkrar loðkápur, dreifðar eins og þeim hefði verið íleygt þar í reiði. Jana sá hreysikattarskinn- kápuna hanga inni í skápnum, sté varlega milli feldanna á gólf- inu, tók kápuna og hjálpaði ung- frú Blaithe í hana. An þess að segja orð, fór hin nýja húsmóðir hennar inn í næstu stofu, stað- næmdist franuni fyrir spegli, sem náði frá lofti til gólfs, og skoðaði sjálfa sig gaumgæfilega. Jana fylgdi á eftir henni. „Bláa augnabrúnalitinn“. Ungfrú Blaithe benti með höfð- inu á langt glerborð, þakið fjölda af krukkum, glösum og litabauk- um. Þar voru þrír mismunandi bláir litir. Jana valdi þann dekksta. Hún var heppin. Ung- frú Blaithe færði sig nær spegl- inum og litaði augabrúnir sínar vandlega. Að loknu rétti hún frá sér litinn, en þar eð Jana var ekki nógu fljót til, datt. liann á gólfið. Um leið sneri hún sér við og spurði: „Hvernig lít ég út?“ „Eins og —“. Jana þagnaði, ekki af vandræðum, heldur til að finna rétta samlíkingu. „Eins og — eins og Díana að leggja af stað í mikla veiðiför“. Eitt andartak horfði ungfrú Blaithe á hana undrandi, og end- urtók síðan hvert orð með' á- herzlu. „Eins og Díana að leggja 36 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.